Tom Cruise Thomas Cruise Mapother IV
1964, 3. júlí.
Leikari, leikstjóri og framleiðandi.
Syracuse New York, USA.

Faðir hans hét Thomas Cruise Mapother III, móðir hans hét Mary Lee Mapother og svo þrjár systur hans, Lee Anne, Marian og Cass Mapother. Þær vinna sem blaðakona, kennari og veitingarhúseigandi.Tom átti erfiða æsku. Faðir Cruise var alltaf að leita sér að vinnu, og var þar með alltaf að flytja, það gæti verið aðalástæðan fyrir því að Tom festi eiginlega hvergi rætur nokkurs staðar. Tom var sífellt að skipta um skóla, þannig að hann gat ekki lært eitt einasta fag almennilega. Hann átti í erfiðleikum í skóla, átti í vandræðum með lestareiginleikana, var/er nefnilega með dislexíu. Foreldrar hans skildu um mið 70' og Cruise varð nokkurs konar “húsbóndinn á heimilinu”, þegar faðir hans flutti burt.

Tom hafði æft glímu um nokkurt skeið en eftir hnémeiðsli hans þá minnkuðu líkurnar á atvinnuglímu nokkuð mikið. Eftir 1 ár á Franciscan munkaklaustri, þá mistókst tilraun hans til að finna svör við framtíð sinni. En Cruise sneri sér þá að leiklistinni, og lék hann eitt af aðalhlutverkum í “Guys and Dolls and Godspell”, háskólaleikrit. Cruise setti sér tíu ára “deadline” eða frest til að byggja sér upp leikferil, eða með öðrum orðum , Cruise gaf sér tíu ár til að verða frægur. Hann hætti í skóla, fór til New York, þar sem hann baslaði sér í gegnum alls konar leikprufur og næturskemmtanir, og lifði á pulsum og hrísgrjónum - “like an animal in the jungle”, sagði sjálfur Cruise. Áheyrnarpróf eftir áheyrnarpróf fékk hann aldrei hlutverk, hann var ekki nógu “fallegur” fyrir sjónvarp og önnur ástæðan var sú að hann var alltof ákafur. En hann lét það ekki á sig fá, hann hélt leið sinni vestur á bóginn til að leika hlutverk í gamanþátti/leik. Umboðsmaður Cruise sagði honum að fá sér smá brúnku fyrst hann nennti því að koma alla þessa leið til þess að lesa. En Cruise gafst ekki heldur upp þarna, hann nældi sér í hlutverk sem brennuvargur, í hinni hörmulegu mynd Brooke Shields, “Endless Love”. En hann náði sér þó í annað hlutverk sem skotglaður kadett (hvað sem það er :) í sinni fyrstu mynd þar sem hann var sýndur á credits listanum, sú mynd heitir “Losin' It”, sú mynd átti eftir að vera hræðileg lífsreynsla fyrir Cruise, og bælandi á sköpunargáfuna. En Cruise var þó ekki tilbúinn að vera einn af þessum einnota unglingsstjörnum. Val hans á kvikmyndum hefur frá þessari mynd verið agaðar og öruggar.

Tom Cruise hefur aldrei verið einn af mínum uppáhaldsleikurum. Mér finnst hann flottastur í Mission Impossible 1, þar er hann yfirveguð og flott persóna, Ethan Hunt, mér finnst samt myndin vera leiðinleg, óspennandi og söguþráðurinn náði mér aldrei.
M:I-2 var annað mál, ég er ekki að segja að hún hafi verið góð, síður en svo. Mér fnnast hún skemmtileg, spennandi og flott, mótorhjólin, bílarnir o.fl.
Interview with a Vampire, troðfull að stórleikurum, Brad Pitt, Christian Slater o.fl. Sú mynd var eitthvað slöpp og of mikil ofbeldi og blóð, en ágæt afþreying, samt.
Top Gun var myndin sem kom honum á kortið, þar lék hann orrustuflugmann, en ég man svo lítið eftir henni að ég ætla ekkert að vera bulla neitt meira um hana.
Born on the 4th July, posterið af henni, þar er hann í hjólastól, annars veit ég ekkert um þá mynd. Nema hann fékk Golden Globe verðlaun og Óskars tilnefningu.
Eyes Wide Shut, svanasöngur Staney Kubricks, skil reyndar ekki alveg af hverju svona góður leikstjóri er að þvælast í svona rugl mynd, erótískt kjaftæði!

Núna um þessar stundir stendur Crusie í miklum ágreiningi við mann sem segist hafa myndband sem inniheldur Tom Cruise og annan mann að hafa samfarir, Crusie hefur hafið $100,000,000 lögsókn.

Takk fyrir lesturinn,
kveðja,
sigzi

Minority Report - 2002
Vanilla Sky - 2001
Mission: Impossible 2 - 2000
Eyes Wide Shut - 1999
Magnolia - 1999
Mission: Impossible - 1996
Jerry Maguire - 1996
Interview With the Vampire - 1994
The Firm - 1993
Far And Away - 1992
A Few Good Men - 1992
Days of Thunder - 1990
Born On the Fourth of July - 1989
Rain Man - 1988
Cocktail - 1988
Legend - 1986
The Color of Money - 1986
Top Gun - 1986
Losin' It - 1983
The Outsiders - 1983
All the Right Moves - 1983
Risky Business - 1983
Endless Love - 1981
Taps - 1981