Sbs, grein #9, The Sixth Sense vs. Unbreakable Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.

Þetta er níunda greinin og hún mun fjalla um The Sixth Sense vs. Unbreakable.

———————————–
Ég tók Unbreakable á leigu fyrir nokkrum dögum og horfði á hana 3 sinnum, afhverju jú það kemur í ljós seinna í greininni.

En hér fyrst er aðeins um myndirnar:
———————————————-
The Sixth Sense (1999)

Leikstjóri : M. Night Shyamalan
Handrit : M. Night Shyamalan

Aðalleikarar:
Bruce Willis - Dr. Malcom Crowe
Haley Joel Osment - Cole Sear
Toni Collette - Lynn Sear
Olivia Williams - Anna Crowe

Um:
Cole Sear er strákur sem er sér drauga, hann er talinn vera eitthvað skrítinn og er fenginn barna sálfræðingurinn Dr. Malcom Crowe til að hjálpa honum. Hann heldur fyrst að hann sé eitthvað geðtruflaður en fer svo að trúa að hann sé að segja satt.
Frábær mynd sem er betri eftir hvað maður er búin að sjá hana oft.
———————–
Unbreakable (2000)

Leikstjóri : M. Night Shyamalan
Handrit : M. Night Shyamalan

Aðalleikarar:
Bruce Willis - David Dunn
Samuel L. Jackson - Elijah Price
Robin Wright - Audrey Dunn
Spencer Treat Clark - Joseph Dunn

Um:
David Dunn er örrygisvörður sem lendir í lestar slysi og er sá eini sem lifir af. Elijah Price er maður sem er með mjög stökk bein og er mjög viðkvæmur fyrir öllu hnjaski, enda kallaður Mr. Glass. En allavegana, Elijah er að leita af manni sem er akurat mótsögnin við hann sjálfan, þar eð getur ekki meiðst. Hann hefur samband við David og þeir finna út úr þessu saman.
Mjög góð mynd sem er betri eftir hvað maður er búin að sjá hana oft.
———————————————-

Núna aðeins um hvað þær eru líkar.
Það er nátturulega alveg augljóst fyrir þann sem hefur séð aðrahvora og sér svo hina að það sé sami leikstjóri sem leikstýrir þeim. Þær eru með sama blæ yfir sér og nánast alveg eins myndatöku. Handritin eru nátturulega mjög ólík en samt eru þau alveg nákvæmlega eins skrifuð.

Myndirnar eru báðar byggðar svona upp:
1. Stórt byrjunar atriði sem skýrist betur þegar komið er fram á myndina.
2. Aðalpersónurnar kynnast.
3. Ein persónan vill ekki trúa því sem hin hefur að segja.
4. Hún fer að trúa því.
5. Eitthvað skeður sem verður til þess að hún trúi því alveg.
6. Persónan gerir eitthvað sem sýnir að hún geti það.
7. Enda atriði sem fáum datt í hug.

Sameiginleikar:
Nátturulega eiga þær margt sameiginleg. Báðar leikstýrðar og skrifaðar af M. Night Shyamalan og Bruce Willis leikur aðalhlutverkið. Í báðum er strákur sem er svolítið stórt hlutverk, báðir eru mjög svipaðir í útliti. Báðar fjalla um eitthvað sem er ekki venjulegt. Báðar eru opnar fyrir framhaldi.
En það sem mestu skiptir, báðar eru mjög vel gerðar.

Gagnrínendur:
Roger Ebert gaf þeim báðum ***/****
Og í www.rottentomatoes.com fær The Sixth Sense 87% en Unbreakable 64%.

Kveðja sbs
www.sbs.is