The Fast and the Furious
Þá er komið að öðrum sumarsmellinum í ár en hann er The Fast and the Furious. Myndin fjallar um götu kappakstra í Manhattan. Ungur maður að nafni Brian Spindler (Paul Walker) hefur ávallt langað að keppa í götu kappakstri en til þess að geta það þá verður maður að virkilega góður ökumaður. Fer svo að hann nær með klókindum að keppa og fer ekki betur en svo að hann dregst inn í eina stærstu klíku Manhattan stjórnað af Dominic Toretto (Vin Diesel) og upphefst þá hasar/hraði/spenna út að enda myndarinnar. The Fast and the Furious er ekki ólík Driven á marga vegu. Söguþráður myndarinnar er að vísu gjörólíkur Driven en myndatakan og leikurinn voðalega svipaður. Vin Diesel fer með fínan leik og get ég ekki sagt neitt slæmt um hann því mér finnst hann persónulega svalasti leikarinn í Hollywood eins og er. Paul Walker er einn að aðal leikurum myndarinnar og höfum við séð hann í Shes all that og The Skulls, Walker er annað hvort frekar lélegur leikari eða hann fær að stjórna virkilega flötum karakter, held ég að hið síðar nefnda sé líklegra en samt sem áður er ekkert stórslys þar á ferð. Afgangur leikaraliðsins stendur sig eins og vænta mátti og nær leikstjórinn Rob Cohen að setja saman fína bílamynd. Myndin í heild sína litið er svo sem ágæt og að mínu mati betri en Driven, samt sem áður er ekkert nýtt á ferð en fyrir þá sem hafa gaman að hraða í myndum og bíla keyrandi og klessandi þá er The Fast and the Furious tilvalin mynd fyrir þá.