Ég sá myndina Unbreakable í gærkvöldi og verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Þetta er mynd frá M. Night Shyamalan sem á einnig heiðurinn af snilldarmyndinni The Sixth Sense. Bruce Willis leikur aðalhlutverkið í báðum myndunum. Ég ráðlegg þeim sem eiga eftir að sjá Unbreakable að sleppa því bara.
Myndin fjallar um öryggisvörðinn David Dunn sem lifir einn af hræðilegt lestarslys án þess að hljóta skrámu. Hann hittir dularfullan mann, Elijah Price (Samuel L. Jackson), sem á eftir að breyta lífi Davids um allan aldur.
—————————————————————–
* SPOILER *
Þið sem hafið hinsvegar séð hana hljótið að vera sammála mér. Þessi mynd byrjaði ágætlega en fór síðan út í algjört rugl !
Shyamalan hefur greinilega ofmetnast með myndinni Sixth Sense. Sonur Dunn's átti greinilega að vera einhver Haley Joel Osment II. Maður vissi að þessi mynd var farinn út í vitleysu þegar sonurinn ætlaði að skjóta föður sinn til að komast að því hvort hann væri “Unbreakable” eða ekki. Þessi mynd var bara hreint út sagt fáránleg. Endirinn algjört rugl. David gekk bara í burtu eftir að hafa fengið að vita að Elijah hafði valdið lestarslysinu og öðrum slysum til að finna þennan sérstaka mann sem David var.
Ég vona bara að næsta mynd M. Night Shyamalan, Signs, verði eitthvað skárri en þessi !
——————————————————————