Ofmetnir leikarar? Ég ætla að byrja á því að taka það fram að þetta er ekki sniðugur listi eins og eru búnir að flæða inn á áhugamálið síðustu vikuna (sem að mér finnst frábært, ekki misskilja mig).
——————————————–
Það vill gerast svolítið oft, að ef leikari stendur sig vel í mynd, svo ekki sé minnst á vinni óskarinn, þá fara allt í einu fullt af manneskjum að telja viðkomandi besta leikara sögunnar.

Þá kemur orðið ‘Ofmetinn!’ upp hjá mörgum sem telja sig hafa meira vit á kvikmyndaheiminum eins og hann leggur sig.

Þeir hafa auðvitað oft mikið til síns máls að leggja, en mér finnst þetta bara svo ótrúlega algengt. Ef að leikari safnar til sín ‘of’ stórum aðdáendahóp, eða er umtalaður í fjölmiðlum sem gæðaleikari, þá er hann allt í einu orðinn rosalega ofmetinn.

Ég, og væntanlega fleiri, hafa tekið eftir þessu með Tom Hanks. Auðvitað fíla hann ekki allir sem leikara, en ég held að fáir gætu kallað hann lélegan. Hann fékk mikið hrós eftir Forrest Gump og hefur´síðan þá verið talinn einn bestu leikara Bandaríkjanna. Mér finnst hann eiga sín hrós skilin. Mér finnst Tom Hanks hafa leikið ótrúlega vel, og staðið sig frábærlega í fjölmörgum myndum sínum.

Þetta er auðvitað bara smekksatriði. En það sem ég skil ekki, er afhverju meginþorri kvikmyndaunnenda telur alla leikara vera vanmetna, og kvartar yfir því hversu litlar viðurkenningar þeir fá fyrir sína vinnu, þangað til að fólk byrjar að taka eftir þeim. Þá breytast þeir úr vanmetnum, yfir í ofmetna.
Er ekkert þar á milli? Getur leikari ekki bara verið hæfileikaríkur og þ.a.l. "metinn“ án þess að bæta einhverjum forskeytum þar við?

Er þetta kanski bara vegna þess að fólk vill vera svo bóhó, og þeir sem telja sig hafa ”vit" á kvikmyndum og kvikmyndaleik, vilja ekki vera með sama álit og almenningur?

Endilega segið mér ykkar skoðun á þessu.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'