
John Doe - Seven[b/]
Þetta er einn svalasti morðingi sögunnar. Kevin Spacey er svo fullkominn í þessu hlutverki sem John Doe, maður fær hroll þegar hann er á skjánum, í þann stutta tíma sem hann birtist, og þetta er alveg magnaður karakter.
Xander Cage- xXx
Þetta er Vin Diesel ekki hitt kvikindið. Nú hugsa margir ábyggilega: “Hvað er að honum?” Jæja mér finnst þetta vera ofursvalur gaur. Hann gerir það sem hann vill þegar hann vill og það skal enginn abbast upp á þennan mann. Minnir vissulega á James Bond og það er bara gott.
Raymond Babbitt/Rain Man- Rain Man
Dustin Hoffman er ómetanlegur í þessu hlutverki enda hefði það verið synd hefði hann ekki fengið Óskarinn. Fyrir þá sem ekki hafa séð myndina þá leikur hann einhverfan mann sem fer í smá ferðalag með bróður sínum. Það er Rain Man sem heldur þessari mynd uppi enda heitir myndin eftir honum.
Tyler Durden- Fight Club
Snilld. Það orð lýsir Tyler Durden. Enda er þetta dáð persóna hjá mörgum. Brad Pitt er óendanlega svalur í þessu hlutverki.
T101 - Terminator 1/2/3
Hérna sannaði Arnold Schwarzenegger fyrir heimsbyggðinni að hann getur leikið! Að hann væri ekki bara heilalaust vöðvatröll. Skiljanlega frægasta hlutverk Arnolds enda mikil snilld þessi persóna.
Forrest Gump- Forrest Gump
Maður getur ekki annað en hrifist af Forrest Gump. Þessi ljúfi einfeldningur á vel skilið sæti í þessum lista og Tom Hanks er magnaður.
Indiana Jones- Indiana Jones þríleikurinn (kannski fjór-, vonandi)
Fornleifafræðingurinn ævintýragjarni er auðvitað á þessum lista. Ódauðlegur karakter sem Harrison Ford er kenndur við. (Reyndar Han Solo líka.) Eðalgaur.
Leo Getz- Lethal Weapon 2/3/4
Þessi er frábær. “I'm Leo Getz, and whatever you want, Leo gets.” Joe Pesci er magnaður leikari og hér sýnir hann á sér léttu hliðina í þessu hlutverki sem maðurinn sem hættir ekki að tala.
John McClane- Die Hard þríleikurinn. (sama og áðan vonandi kemur fjórða.)
Lögreglumaðurinn sem er alltaf á röngum stað á röngum tíma! Hann reddar sér samt alltaf enda hörkutól. Hann er með kaldhæðnina í lagi og þetta er skemmtileg setning: “Marco: [cocks his gun] Next time you have a chance to kill someone, don't hesitate!
John McClane: [shoots through the table, killing Marco] Thanks for the advice.”
Bruce Willis í essinu sínu.
Í fyrsta sætinu er auðvitað Dr. Hannibal Lecter. Þetta er að mínu mati besta persóna sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Anthony Hopkins vinnur leiksigur í þessu hlutverki sem mannætan og sálfræðingurinn Dr. Hannibal Lecter. Snilld…
Ég hefði kannski átt að taka það fram í seinustu grein sem ég sendi hingað inn sem hét “Vonbrigðismyndir” að tilgangurinn var að fólk átti að koma með sinn vonbrigðislista. Ég sleppti því að biðja um listann í lok greinar og það reyndust vera mistök því flest svörin snerust um að rakka listann minn lengst ofan í jörðina. Nú skal ég koma með þetta skýrt og greinilega: “Hver er uppáhaldskvikmyndapersónan þín? Topp 10, 5, 3 eða 1.”
P.S. Plís ekki rakka þennan lista niður!