2001: A Space Odyssey
Árið 1968 kom ný kvikmynd út eftir leikstjórann Stanley Kubrick, þessi mynd bar nafnið 2001: A Space Odyssey og átti hún eftir að breyta viðhorfi margra til kvikmynda. Þegar hún kom þá var eins og myndin væri frá öðrum heimi, myndin var rosalega framandi og aldrei áður höfðu sést jafn góðar tæknibrellur eins og eru í þessari mynd. Gagnrýnendur vissu ekki hvað þeir áttu að halda. Eins og A Clockwork Orange var myndin “breakthrough” á sínu sviði og eru þannig myndir oft mjög umdeildar. 2001: A Space Odyssey var engin undantekning. Hún fékk mjög misjafna gagnrýni, sumum fannst hún algjör snilld, besta mynd sem hefur verið gerð. Aðrir voru ekki á sömu skoðun, þeim fannst myndin vera hálfgert bull, sýra sem maður botnaði ekkert í. Hún var svo gjörsamlega ólík öllu sem fólk hafði séð. Hún flakkaði um tíma og rúm og hélt ekki við sömu persónurnar. Fólk var orðið vant því að sjá myndir þar sem samtöl og persónur skiptu öllu máli. Ekki það að persónurnar hafi ekki skipt miklu máli í 2001: A Space Odyssey, þær voru allar rosalega vel útpældar og var Stanley Kubrick með frábæra persónusköpun. Ólíkt öðrum myndum sem höfðu verið gerðar þá byggðist 2001: A Space Odyssey líka mjög mikið á því sjónarspili sem átti sér stað fyrir framan augu áhorfandans, litadýrðina og sambland hljóða og tónlistar. Eitt af byrjunaratriðum myndarinnar er eitt það flottasta atriði sem ég hef séð og stuðlar tólistin mikið að þeim miklu verðleikum sem það atriði er í hjá kvikmyndargrúskurum.
2001:A Space Odyssey var langt á undan sínum samtíma þegar maður hugsar út í tækni myndarinnar. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Stanley Kubrcik hafi tekið tunglsenurnar áður en Apollo geimfarið hafði lent á tunglinu. Þegar myndin kom út 1968 var tæknin ótrúleg og ef maður horfir á hana í dag þá gæti hún alveg eins verið gerð í gær, tæknin er það góð. 37 árum eftir gerð myndarinnar þá eru áhorfendur hennar ennþá að heillast af því mikla sjónarspili sem myndin býður upp á.
Stanley Kubrick er snillingur í því að beita myndavélinni, sérstaklega í senunum með Hal 9000, þegar hann tekur “close up” á rauða auga Hals þá er maður nálægt því að fá hroll. Hann notar líka mikið af svona nærmyndar senum af andlitum persóna myndarinnar til að láta í ljós ákveðnar tilfinningar. Í 2001: A Space Odyssey gengur þetta allt upp, hver rammi er fulkomnun.
Eins og ég sagði áðan þá er persónusköpun myndarinnar stórkostleg og ber þá mest á ofurtölvunni Hal 9000. Hal 9000 hefur skipað sér í sess með mörgum af verstu illvirkjum kvikmyndarsögunnar. Það er líka óhugnaðurinn sem fylgir því að sjá tölvuna klikkast hægt og sígandi, Dave og meðgeimfarar hans eru út í miðjum geimi með allri þögninni og tómleikanum sem fylgir því, þeir eru einhvers staðar á milli Júpíters og jarðarinnar og þeir geta því ekki flúið undan Hal.
2001: A Space Odyssey er líka eitt af fyrstu “listaverkum” kvikmyndaheimsins, það eina við myndina sem á til að gera fólk vonsvikið og pirrað er endirinn. Stanley Kubrick endar myndina í óvissu og finnst mér það vera eitt af því besta sem myndinn hefur upp á að bjóða. Myndin er algjörlega opinn fyrir öllum umræðum, hún skilur áhorfandann eftir ringlaðan og undrandi og getur hann ekki beðið eftir því að ræða um myndina við einhvern annan sem hefur séð hana.
2001: A Space Odyssey er ekki bundinn tíma eða rúmi, hún brýtur öll lögmál kvikmyndargerðarinnar. Myndin er úr öðrum heimi og getur maður ekki verið annað en heillaður þegar maður horfir á hana. Hún fjallar um allt og ekkert, hún tekur á heimspekilegum vangaveltum um lífið og dauðann, hvernig vélar framtíðarinnar hegða sér (hver man ekki eftir Hal 9000 og hve óútreiknaleg sú vél átti eftir að verða), hvað tíminn er og afstæði hans og margt fleira. 2001:A Space Odyssey er líka þekkt fyrir það hvað myndin byggist lítið á samtölum, allt í allt eru samtölin 40 mínútur af þessari 139 mínútna mynd. Í fyrsta hálftíma myndarinnar er ekki eitt orð sagt. Þessi “orðaskortur” myndarinnar er líka eitt af helstu sérkennum hennar. Þú átt ekki að skilja hana með því að skilja, þú átt að finna fyrir myndinni. Þú átt að skynja hvað er í gangi í myndinni án þess að fá upplýsingar um það beint í æð.
Ef við þyrftum að segja frá 2001: A Space Odyssey í stórum dráttum þá myndi maður lýsa henni sem epísku stórverki sem spannar allt tímskeið mannsins, allt frá örófi mannanna til hátækni framtíðarinnar. Þegar að bláenda myndarinnar kemur erum við kominn út fyrir það sem má skilja, við erum í afstæðu tímarúmi þar skynjun skiptir ekki máli. Stanley Kubrick fer yfir mörkin sem hafa verið sett og endar myndinna í ringulreið tónlistar og lita. Söguþráður myndarinnar er mjög góður en smá ringlandi þegar maður sér myndina í fyrsta sinn. Myndin snýst í kingum stóran svartan steinn, það ríkir mikill dulúð yfir þessum steini. Hann er staddur á jörðinni í byrjunar atriðinu þegar aparnir stíga fyrstu skrefin í átt að þróunnin. Síðan fer myndin langt fram í tímann, til framtíðarinnar. Þar er svarti steinninn til staðar og eru það mennirnir sem hafa fundið hann í þetta skiptið, þeir grófu hann upp.
Síðan fer myndin til fjarlægs geimfars og fylgir hún nokkrum geimförum sem eru á leiðinni til Júpíters, geimfararnir eru staddir í hátækni geimskipi sem ofurtalvan Hal 9000 stjórnar og stýrir. Hal 9000 er talva sem hefur sjálfstæða hugsun, þróaðasta talva sem hefur verið gerð. Hal 9000 á ekki að geta gert mistök, því kemur það öllum á óvart sérstaklega meðlimum skipsins þegar Hal 9000 fer að snúast gegn geimförunum…….Ég get eiginlega ekki sagt meira þar sem mig langar ekki að eyðileggja myndina fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana.
Eins og flestar epískar myndir þá var 2001:A Space Odyssey mjög dýr í framleiðslu og var hún líka óvenjulega epísk. Það þurfti að byggja risastór svið, sérstaklega fyrir apasenuna og geimfarið. Hún hefði því auðveldlega geta knésett útgáfufyrirtækið sem gaf hana út ef hún hefði verið “floop”. Stanley Kubrick sem var haldinn mikilli fulkomnunaráráttu tók upp 200 sinnum meira af efni en var sýnt í myndinni. Hann var því ekkert að hugsa um kostnað og er 2001:A Space Odyssey með dýrari myndum sem hafa verið gerðar.
Leikararnir sem léku í 2001:A Space Odyssey voru flestir óþekkt nöfn þegar myndin kom út. Aðalleikari myndarinnar Keir Dullea sem leikur Dave fer hreinlega á kostum og skilar frábærum leik. 2001:A Space Odyssey vann tvö Óskarsverðlaun. Annarsvegar fyrir bestu tæknibrellur og hins vegar fyrir bestu listrænu leikstjórn. Stanley Kubrcik var líka tilnefndur sem besti leikstjóri og var myndin líka tilnefnd fyrir besta handritið.
Eins og margar myndir Kubricks þá er 2001: A Space Odyssey ádeila, alveg eins og A Clockwork Orange var ádeila á ofbeldi þá er 2001:A Space Odyssey ádeila á framtíðina og þeirri tröllatrú sem við höfum á tölvutækninni.
2001: A Space Odyssey er meistaraverk sem enginn kvimyndaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara.
Viskumolar úr og um myndina:
Stanley Kubrick dó 666 dögum áður en árið 2001 gekk í garð.
Til að ná hinni ofurrólegu rödd Hal 9000 þá varð Douglas Rain að vera ótrúlega afslappaður á meðan upptökum stóð. Hann var alltaf nuddaður á meðan hann var að tala fyrir hlutverkið.
Það voru ráðnir tveir leikara áður en Douglas Rain var valinn til að fara með hlutverkið.
Stanley Kubrick skrifaði meirihluta handritsins en Arthur C. Clarke höfundur ‘The Sentinel’, smásögunnar sem myndin var byggð á, hjálpaði honum.
Stanley Kubrick ætlaði fyrst að láta Alex North sjá um tónlist myndarinnar en einn daginn á meðan tökum stóð þá spilaði hann klassíska tónlist með og var hann svo ánægður með árangurinn að hann ákvað að nota bara klassíska tónlist við myndina.
Douglas Rain sem talaði fyrir Hal 9000 kom aldrei á settið þar sem tökurnar voru.
Stanley Kubrick notaði mörg tonn af sandi fyrir tunglsatriðið.
Stanley Kubrick var í marga mánuði að leita að tæknilegri lausn svo að hann gæti látið pennan fljóta í þyngdarleysinu. Hann fann enga lausn og batt bara glæran spotta við pennan.
Til að lesa meiri tékkið þá bara á imdb.com þar finnið þið allt um allar kvikmyndir.
Imdb.com-biblía kvikmyndaráhugamanna.