William H. Macy var fæddur í Miami 13. mars 1950. Hann er kannski ekki eins frægur og Anthony Hopkins og Harrison Ford en maður kannast alltaf við hann þegar maður sér hann. Hann var til dæmis í eftirminnilegu hlutverki í Fargo og fékk Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Þar fór Steve Buscemi líka á kostum. Hann byrjaði á að leika Will Beagle í The Awakening Land árið 1978. Fyrstu árin í kvikmyndum vildi hann láta kalla sig W.H.Macy og lætur stundum kalla sig það. Hann heitir fullu nafni William Hall Macy. Fyrsta alvöru bíómyndin sem Macy lék stórt hlutverk í hét Homicide og auk hans lék Joe Mantegna aðalhlutverkið. Fyrsta og eina leikstjóraverkefni Macy var árið 1988, þegar hann leikstýrði myndinni Lip Service og lék Macy sjálfur smátt hlutverk í myndinni. Griffin Dunne og Paul Dooley léku aðalhlutverkin í þeirri mynd. Hann lék ekkert stór hlutverk þar til árið 1992, er hann lék eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsmyndinni The Water Engine. Joe Mantegna lék einnig í þeirri mynd. Hann lék árið 1993 í myndinni Benny & Joon sem var með Johnny Depp, Aidan Quinn og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Sama ár lék hann í myndinni Searching for Bobby Fischer sem Joe Mantegna, Ben Kingsley, Laurence Fishburne léku líka í. Árið 1994 fékk Macy hlutverk í nýjum sjónvarpsþáttum, E.R., sem áttu eftir að verða mjög vinsælir þættir. Þar lék hann Dr.David Morgenstern. Hann hætti í þáttunum 1998. Árið 1995 lék hann aðstoðarskólastjóra í myndinni Mr. Holland's Opus með Richard Dreyfuss í aðalhlutverki. Árið 1996 lék hann í Down Periscope með Kelsey Grammer(Frasier) og líka í Fargo, en fyrir frammistöðu sína þar fékk hann óskarstilnefningu eins og ég er búinn að minnast á. Eftir Fargo hafði hann meira að gera en áður og fékk stærri hlutverk í stærri myndum, td. Ghosts of Mississippi(1996), Air Force One, Boogie Nights, Wag the Dog(1997), Pleasantville, Psycho, A Civil Action(1998), Mystery Men, Happy Texas, Magnolia(1999), State & Main(2000) og Jurassic Park 3 (2001). Allan leikferil og upplýsingar um leikarann getið þið fengið á slóðinni: http://us.imdb.com/Name?Macy,+William+H.
takk fyrir,
Jonsi86