Saving Silverman
Saving Silverman er orðin nokkuð gömul úti og kemur hún eflaust fljótlega á dvd þar. En ég kom auga á að hún yrði ekki sýnd hér fyrir en í september/desember. Alla vega þá fannst mér rétt að skrifa stuttu grein um þessa mynd. -Myndin fjallar um þrjá bestu vini Wayne Lefessier (Steve Zahn), J.D. McNugent (Jack Black) og Darren Silverman (Jason Biggs). Darren kynnist svakalegri skutlu, Judith (Amanda Peet). Brátt einokar Judith hann Darren og tveir bestu vinir Darren eru ekkert par ánægðir með það, og fyrr en varir eru þeir búnir að taka málið í sínar hendur-. Þegar ég sá þessa mynd þá skemmti ég mér alveg konunglega og er ég nú búinn að sjá hana tvisvar. Ástæðan er sú að í myndini er að finna Steve Zahn sem mér finnst persónulega lang fyndnastur en hann er held ég ekki beint frægur fyrir grín leik. Annars vega er það Jack Black úr High Fidelity og er hann skrambi fyndinn karekter. Að lokum er það Jason Biggs úr American pie en hann var sá sem naut ástar með bökunni. Það líður ekki mínúta á milli fyndna atriða og eru þau flest kannski ekkert frábærlega úthugsuð en leikararnir gera það skrambi fyndið. Saving Silverman er mynd sem að allir verða gefa sér tíma til að horfa þó svo að hún fái ekki neina glamúr dóma á Imdb.