Tomb Raider
Tomb Raider er nýjasta mynd Angelina joline eins og flestum er kunnugt og fer hún með hlutverk Lara Croft. –Þeir sem hafa spilað leikina eitthvað af viti þá get ég sagt ykkur að myndin er með svona nokkurn vegin sama söguþráð og úr leiki 1 og eitthvað tekið úr leik 2. Fyrir ykkur hin sem kannast engan veginn við sögu Tomb Raider þá get ég reynt að vera stuttorða. Lara uppgötvar skrítinn hlut sem reynist vera lykill að eitthvers konar duldu afli. Seinna kemur í ljós að hún er ekki ein um að vilja komast að því að hvað þessi lykill gengur að og blandast inn í leikinn alda gömul regla sem vill komast yfir lykilinn því þeir vita upp á hár hvað gera skal með hann. Upphefst þá langt ferðalag þvert yfir heiminn og kemst Lara oftar en einu sinni í hann krappann. Ég vill ekki segja mikið meir um gang mála í myndini því annars væri það bara spoiler þar sem söguþráður myndarinnar er frekar einfaldur-. Myndin kom mér ekki á óvart og varð ég fyrir frekar miklum vonbrigðum. Myndin hafði nokkurn vegin þessa hollywood risamynda uppskrift saman sett af Hörðum nagli sem er í þessu tilviki kona, Vondann kall sem kemur nú ekki á óvart, fyndinn/misheppnaðann gaur og að lokum eins auðvelt handriti og hugsast getur svo að hinn almenni borgari í Bandaríkjunum fái ekki heilablóðfall. Ég veit ekki hvað angrar mig svona en þetta er bara allt sama klabbið sem að maður sér aftur og aftur og satt að segja verður maður frekar þreittur á því. Ef ég kem mér aftur að efninu þá get ég sagt ykkur að þetta er mynd sem að allir geta horft á án þess að sofna en hreynskilningslega sagt þá finnst mér sum atriðin alveg hreint fáránleg og meika gjörsamlega ekkert sense. Samt sem áður þá er þetta eflaust frábær skemmtun fyrir 8 – 14 ára krakka en þegar komið er á þroskaskeiðið þá er það eflaust mjög misjafnt hvað fólk finnst. En að lokum segi ég ykkur kvikmynda unnendum að ekki búast við miklu því Ísland kemur ekki mikið fyrir og rassinn á Angelinu er ekki einu sinni hennar. Samt sem áður kíkið á hana og komið með ykkar álit.