The Shining er snilligáfa tveggja manna kominn saman í eina kvikmynd. Annars vegar er það einn sá besti hryllingsrithöfundur sem uppi hefur verið, Stephen King. Hins vegar er það hinn frábæri leikstjóri Stanley Kubrick sem skilur eftir sig hvert meistarastykkið á eftir öðru svo sem Barry Lyndon, Clockwork Orange, 2001: A Space Oddyssey og margar fleiri. Saman stóðu þeir sterkir!
Stephen King var maðurinn sem bjó til og skrifaði söguna Shining sem seinna átti eftir að verða ein besta hryllingsmynd sem hefur verið gerð.
Stanley Kubrick var að leita sér að efni í nýja bíómynd. Eins og margir vita var Stanley Kubrick haldinn mikilli fullkomnunaráráttu. Hann leitaði iðurlega að efni í nýjar bíómyndir með því að lesa bækur. Hann sagði ritaranum sínum að ná í jafn margar bækur eins og hún gat burðast með. Ritarinn kom til baka með fullt af bókum og las Stanley Kubrick alltaf fyrstu 10 blaðsíðurnar af bókinni en henti henni síðan í vegginn ef honum líkaði ekki við hana og lét ritarann fjarlægja hana jafnóðum af skrifstofunni. Þegar þetta hafði gengið svona í marga daga og hann var búinn að fara í gegnum mörg hundruð bækur og ritarinn orðinn vanur að heyra skellinn þegar bækurnar skullu í vegginn þá gerðist það einn daginn að allt varð hljótt og hélst þannig í klukkutíma. Ritarinn leit inn til Stanleys og sá hann niðursokkinn í bók sem nefnist The Shining var eftir rithöfund sem var nýbyrjaður að hasla sér völl á hryllingsbókamarkaðinum. Þessi rithöfundur varð síðan einn farsælasti hryllingsbókarhöfundur sem uppi hefur verið. Stanley var strax mjög hrifinn af The Shining og hringdi í Stephen King og keypti af honum kvikmyndarrétt bókarinnar. Stephen og Stanley urðu ágætir vinir og voru báðir aðdáendur verka hvors annars.
The Shining fjallar um persónuleg átök aðalpersónurnar, Jack Torrance, við fjölskyldu sína og geðheilsu. Jack er rithöfundur sem á í miklu basli með að fá góðar hugmyndir að sögum og leikritum og er atvinnulaus. Hann er því í skýjunum þegar honum býðst húsvarðastarf við Overlook hótelið. Hann á að sjá um allt milli himins og jarðar sem tengist hótelinu, hita það, gera við skemmdir, sjá um þrifnað og margt annað. Eini gallinn við starfið er einangrunnin sem fylgir því. Overlook hótelið er staðsett hátt upp í fjöllunum og er því ófært til og frá því yfir háveturinn. Það er einmitt á þessu tímabili sem Jack þarf að sjá um hótelið. Hótelið á líka svarta sögu vegna þess að einn af fyrri húsvörðum þess Delbert Grady varð brjálaður og drap konu sínar og dætur. Það höfðu líka margir gesti sagt að hótelið væri reimt.
Jack lætur sér ekki hugfallast enda mikill efasemdarmaður um allt yfirnáttúrulegt. Þetta er kaldhæðnislegt því að hann á strák sem er skyggn, þó að hann neiti að trúa því. Drengurinn býr yfir hæfileika sem er kallaðu “the shining”. Jack ákveður að taka konu sína Wendy (Shelley Duvall) og son sinn Danny (Danny Lloyd) með sér til vistar á Overlook hótelinu. Þegar þau koma þangað hitta þau kokk að nafni Hallorann (Scatman Crothers) sem þjónar stóru hlutverki í bókinni en minna í myndinni. Hann gerir Danny grein fyrir illu öflunum sem ríkja á hótelinu og fræðir hann um hæfileikann sinn sem Danny hefur líka í miklum mæli.
Áður en myndin er hálfnuð kemur atriðið með konunni í herbergi 217 (237 í myndinni út af því að herbergi 217 var ein af helstu svítum hótelsins og það var ekkert 237 herbergi í hótelinu þar sem myndin var tekinn upp). Þetta er frábært atriði en er það eins og mörg önnur atriði ekki alveg eins og bókin hafði lýst því (ekki við öðru að búast). Konurnar tvær sem léku í atriðinu í herbergi 217 (237) léku aldrei aftur í bíómynd. Það má líka nefna atriði með stelpunum hans Delberts Grady, All work and no play makes Jack a dull boy atriði og blóðatriði og eru öll þessi atriði hugarsmíði Stanley Kubricks.
Eins og ég sagði áðan þá er Stanley Kubrick einn af bestu leikstjórum okkar tíma ef ekki sá besti. Hann var mikill perfectionisti og steig hann ekki feilspor í gerð The Shining. Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að sjá sýnishornið úr myndinni. Það er tær snilld og er þetta með betri sýnishornum sem ég hef séð.
Í því sést ólgusjór af blóð koma niður stigann og það tók Stanley og menn hans sex mánuðu að fulkomna þetta atriði. Þegar Stanley sá atriði fyrst sagði hann “þetta líkist ekki blóði”. Það endaði með því að þeir tóku þetta atriði sex sinnum upp og var Stanley ekki fulkomlega sáttur við atriði sem var í myndinni.
Þessi mynd er ótrúlega drungaleg og undirtóninn er erfiður að kyngja. Tónlistin eins og í mörgum myndum Stanley Kubrciks ýtir undir og skapar allt það andrúmsloft sem myndin byggist á. Ég myndi segja að tónlistarlega séð þá sé Shining í þriðja sæti yfir allar myndir Stanleys (A Clockwork Orange, ánægður Oiljo? og 2001: A Space Odyssey berjast um fysta og annað sætið).
Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta fyrsta og eina hryllingsmyndin sem Stanley Kubrick gerði. Sumir segja að A Clockwork Orange ætti að vera flokkuð undir hrylling út af yfirdrifnu ofbeldi en ég mér finnst það hneisa. Stanley Kubrick hafði þá reglu við kvikmyndir að endurtaka aldrei sjálfan sig.
Þeir sem hafa horft á myndir eftir Stanley ættu að taka eftir því hvernig hann notar litina í myndum sínum. Tvö atriðið þar sem litirnir eru vel notaðir eru t.d. Delbert Grady atriði, klósettið og blóð niður stigann atriðið. Hann getur framkallað sterkar tilfinningar með notkun sinni á litum og í þessari mynd beinist það helst að því að gera horfandann heillaðan og hræddan.
Það tók Stanley Kubrick eitt ár í að taka myndina upp en undirbúningsvinna hafði verið mun lengri. Ein af aðalleikonum myndarinnar Shelley Duvall fékk taugaáfall á meðan á tökum myndarinnar stóð út af því gífurlega álagi sem felst í því að vinna með Stanley Kubrick. Hann var alltaf að láta breyta handritinu og tók atriði aftur og aftur og aftur upp, eitt atriði tók hann fjörtíu sinnum upp. Það var The Gold room atriðið. Svo tók hann líka oft upp atriði þegar Jack hittir Lloyd í fyrsta skiptið.
Stanley Kubrick er þekktur fyrir það að vera góður að velja í hlutverk, hann ákvað strax Jack Nicholson væri hans fyrsti og eini kostur og að hann væri eini leikari sem gæti farið með aðalhlutverkið sem Jack Torrance. Eins og flestir vita sem hafa séð myndina þá skilar Jack Nicholson frábærum leik og er ótrúlega sannfærandi sem hinn geðbilaði Jack Torrance í seinni part myndarinnar. Atriðið þegar hann er að reyna að brjótast inn á baðherbergið og gerir gat á hurðina og stingur andlitinu inn í gatið og öskra “Here’s Johnny”, var algjör uppspuni Jack Nicholsons. Stanley Kubrick leyfði honum að taka atriði einu sinni þar sem hann segði það sem hann vildi segja það endaði með því að þetta er ein frægasta setning kvikmyndarsögunnar.
Mótleikari hans hin bráðungi Danny Lloyd sem leikur Danny í myndinni skila líka sínu og gott betur. Danny Lloyd lék aldrei aftur í mynd og ég held að hann starfi sem grunnskólakennari í Colorado. Margir hafa gagnrýnt val Stanley Kubricks fyrir að velja Shelley Duvall til að fara með hlutverk Wendy en mörgum fannst hún vera veiki hlekkurinn í myndinni.
The Shining er og verður ein af óhugnalegustu myndum sem hafa verið gerðar.
Ps. Endirinn er algjör snilld þótt að hann sé ekki trúr bókinni. Ef eitthvað er þá er endirinn í myndinni mun betri en í bókinni.
Viskukorn um myndina og bókina:
The Shining kom út 1980.
Stanley var alltaf að hringja í Stephen og spyrja hann út í bókina, hann var líka alltaf að velta fyrir sér einhverju heimspekilegum um félaga sinn, eitt sinn hringdi hann í King og spurði hann hvort hann trúði á guð. Hvaða máli þessi spurning skipti fyrir myndina er óvitað.
Atriði þegar Shelley les það sem Jack er búinn að vera skrifa ,,All work and no play makes Jack a dull boy”. Stanley Kubrick lét handskrifa hverja síðu, enginn ljósrit eða fjöldaprentun, allt handskrifað og voru þetta um 300 hundruð síður.
Í bókinni þá er fjallað um limgerðardýrin sem lifna við en Stanley Kubrick sleppti því alveg út af því að hann sagði að tækinlega þá væri þetta atriði ekki hægt.
Kubrick lét Shelley Duvall leika sama atriði 127 áður en hann varð ánægður.
Í einu atriðinu þegar Shelley færir Jack mat í rúmið má sjá Jack endurspeglast í speglinum og er hann þá í bol sem stendur á Stovington og vann Jack Torrance í bókinni þar áður fyrr. Það er ekkert minnst á þetta í myndinni.
Stanley lét leikarahópinn horfa á Eraserhead eftir David Lynch aftur og aftur til að koma þeim í svona geiðveikislegt stuð.
Endirinn í myndinni þegar maður sér veislumyndirnar er ekki upphaflegi endir myndarinnar. Upphaflegi endirinn sýnir þegar Wendy er að hvíla sig í sjúkrarúmi og Danny er að leika sér í setustofuna. Ullman kemur og segir Wendy að engum hefði tekist að finna líkið af Jack. Þegar Ullman er að labba út kasta hann hafnarbolta til Dannys, sama hafnabolta og rúlaði fram á ganginn rétt áður en ráðist er á Danny í herbergi 237 (217), Ullman fer að skellihlæja en Danny sér sýnir af hótelinu.
Kvikmyndareftirlitið vildi banna sýnishornið úr myndinni en Stanley Kubrick lét þá hætta við það með að sannfæra þá um að blóðið væri vatn með járnoxíði í því.
Atriði þegar Jack er að kasta tennisboltanum er algörlega hans hugmynd.
Wendy Carlos og Rachel Elkind sömdu “soundtrack” fyrir alla myndina en Stanley Kubrick notaði eiginlega ekkert af því og studdist mest við klassíska tónlist.
Stephen King vildi ekki Jack Nicholson í hlutverk Jacks, hann vildi annaðhvort Micheal Moriarty eða Jon Voight.