Flestir ef ekki allir hafa heyrt um eða séð auglýsingu um hvað einhver mynd sé frábær. Einhver sem þú þekkir hefur hrósað henni í hástert og mann langar að sjá myndina. Gaurinn sem les inn á myndbandaauglýsinguna segir að hún hafi verið hlaðin verðlaunum og eitthvað fleira. Svo leigir maður myndina eða reddar henni á annan hátt og það kemur í ljós að myndin er bara ekki nærri því jafn góð og þú hélst. Svekkjandi. Það má líka nefna myndir sem maður er búinn að bíða eftir á margar vikur, fer á hana í bíó og hún vara bara crap. Svona myndir fara á vongrigðislistann manns. Ég er tiltölulega nýkominn með vonbrigðislista en hann er eftirfarandi:
Oldboy
Maður hefur sjaldan heyrt fleiri hrós en um einmitt þessa mynd. Maður gat ekki horft á sjónvarpið í friði á tímabili því þar voru alltaf auglýsingar um hvað hún væri frábær. Þannig auðvitað fór ég út á leigu og náði í hana en viti menn, mér fannst hún bara ekkert það merkileg. Þetta er alveg sæmilegasta mynd en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd því það var búið að byggja hana svo rosalega upp.
Monty Python and the Holy Grail
Margir búnir að segja að þetta sé fyndnasta mynd sem þeir hafa séð. Alveg sprenghlægileg. Ég er bara ekki alveg að fatta húmorinn í henni. Maður flissaði á mörgum stöðum en fyrir mér er þetta bara meðalgamanmynd, horfið frekar á Naked Gun.
Dr. Strangelove
Er á hinum og þessum listum yfir bestu myndir allra tíma og maður býst þá auðvitað við einhverju feiknargóðu. Las aftan á hana, lýst sem kolsvartri gamanmynd og “brilliant movie classic”. Ég hló ábyggilega ekki einu sinni yfir þessari mynd, fannst hún ekki það áhugaverð og satt að segja eru þetta mín mestu vonbrigði sem ég hef upplifað þegar kemur að kvikmyndum.
Platoon
Alveg fínasta mynd en stóðst ekki alveg væntingar. Það eru átakanleg atriði í og hún hreyfði aðeins við manni ég neita því ekki en finnst hún ekki vera það sérstök.
2001: A Space Odyssey
Ekki misskilja, þessi mynd er á topp tíu listanum mínum og mér finnst hún alveg frábær mynd en það er búið að byggja þessa mynd svo rosalega upp að það er alveg yfirdrifið. Miðað við það sem maður hafði lesið á netinu og heyrt svo stórfenglega hluti um þessa bjóst maður við einhverju mind-blowing efni sem maður ætti aldrei eftir að gleyma. Það varð því miður bara ekki raunin þegar ég horfði á þessa mynd og hún varð því nokkur vonbrigði.
War of the Worlds
Steven Spielberg er alveg eðalleikstjóri, búinn að vera með margar frábærar myndir í gegnum tíðina og þá býst maður auðvitað við einhverju góðu efni frá manninum. Frekar slöpp mynd og mest böggandi endir sem ég hef séð.
Bourne Supremacy
Var að fá þokkalegustu dóma og átti að vera alveg toppspennumynd en sannleikurinn er sá að ég var alveg að sofna þegar ég var að horfa á þessa mynd. Frekar mikil leiðindi.
Hannibal
Ridleu Scott, maður á að treysta svona manni. Blade Runner, Alien og fleira. Hann klikkar samt hérna finnst mér. Hannibal er bara alls ekki nógu áhugaverður í þessari mynd og hann hefur ekki nærri því jafn mikinn persónuleika og hann gerði í Silence of the Lambs.