“These pellets contain heroin. Each weighs 10 grams. Each is 4.2 cm long and 1.4 cm wide. And they're on their way to New York in the stomach of a 17-year-old girl.”
Maria eru nokkuð venjulega og góð, 17 ára stelpa sem býr í þorpi í Kólumbíu. Aðalvinnustaður þorpsins er rósarækt og þar vinnur hún ásamt flestum íbúum staðarins. Hún býr ekki við góð kjör. Þröngt heimili með stórri fjölskyldu sinni sem allir leggja sitt af mörkum til að halda fjölskyldunni uppi, þar af leiðandi fær hún lítið í sinn eigin vasa við hverja útborgun.
Einn daginn fær hún nóg af vinnuveitanda sínum og segir upp. Hún lætur ekki neinn komast upp með dónaskap og lætur stoltið stjórna ferðinni. Síðan á balli í þorpinu hittir hún strák sem segist síðan seinna vera með gróðagóða vinnu henni til boða. Það kemur síðan í ljós að vinnan feli í sér langt ferðarlag til Bandaríkjana, með yfir 50 heróínhylki í maganum.
María er góð stelpa, fyrir stuttu hafði hún komist að því að hún gengi með barni. Þó hún viti að það sé mjög rangt að stunda svona iðju, þá hugsar hún að þetta gæti verið það besta fyrir hana og barnið. En ferðin bíður upp á ýmsar hættur og Maria sleppur ekki við þær.
Burðardýr eru orðin mjög algeng innan eiturlyfjaheimsins og þessi mál skipta leikstjórann Joshua Marston greinilega miklu máli. Þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd og greinilega upprennandi leiksjóri hér á ferðinni. Joshua er bandarískur en Maria Full Of Grace er öll á spænsku og nánast allir leikarar myndarinnar eru af latínuættum.
Frammistaða aðalleikonunnar hefur líklega vakið hvað mesta athygli í sambandi við myndina. Stúlkan heitir Catalina Sandino Moreno og hún hefur verið hlaðin viðurkenningum hvaðan af úr heiminum. Hún fékk meðal annars tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn og hún fékk Silfurbjörnin í Berlín. Einnig deildi hún einhverjum stórum gagnrýnenda verðlaunum með Charlize Theron(fyrir Monster), sem er ekki slæmt.
Einn virtasti gagnrýnandi Bandaríkjana, James Berardinelli setti Maria Full Of Grace á toppinn, á topplista sínum yfir 2004. Og af þeim myndum sem ég sá frá árinu, þá verð ég að vera nokkuð sammála honum. Hún færi allvega á topp 5 í mínum bókum. Eins og Berardinelli sagði svo vel ; “Það ómögulegt að setja í gegnum Maria Full Of Grace og finna ekki sterklega fyrir kringumstæðunum og erfiðleikum persónanna”. Áhrif myndarinnar eru óhjákvæmileg og ef persónusónusköpunin hefði ekki verið svona sterk hefði myndin bara alls ekki virkað.
Eins og áður hefur komið fram er Maria Full Of Grace gríðarlega áhrifamikil. Allt smellur saman, þ.e. einfalt er frábært handrit, kvikmyndataka, falleg tónlist, rosalegur leikur af hálfu Catalina Sandino Moreno og ég hafði gaman af öllum þessum tilvísinum í Maríu guðsmóður(nennti ekki að fara út í það allt hérna en líklegra enn skemmtilegra að taka eftir því sjálf/ur). Myndin var ekki alveg í þeim stíl sem ég bjóst við. Ég bjóst við meiri þunglyndisstíl yfir myndinni en sá stíll var ekki jafn sterkur og ég hafði búist við. Í staðinn fékk ég mynd sem hefur mikil áhrif á einhvern hátt sem ég get ekki útskýrt. Aðalmálið er að ég endaði ekki sem hinn sorgmæddi áhorfandi, heldur sá ég vonina með Mariu.
“Based On 1000 true stories.”