Öll höfum við okkar syndir. Öll fílum við einhverja mynd sem við ættum alls ekki, samkvæmt öllu því sem heilbrigð skynsemi segir okkur, að fíla. En sama hvað gerist, maður bara einfaldlega getur ekki fengið sig til að hætta að elska þessa skítahauga sem einhverjir vilja eflaust flokka sem kvikmyndir. Hér er stuttur listi sem ég setti saman í kasti leiðinda og sjálfsmorðshugleiðinga (ekki í alvöru samt…hljómar bara vel).


The Rock
Michael Bay er djöfullinn! Náðiru því? Ok, gott. Allt sem þessi maðir gerir er skítur, sori, viðbjóður, svooo mikið helvítis væl og svo mikill þjóðarrembingur að maður fær ekki “notið” myndana án þess að kúgast að minnsta kosti 15 sinnum yfir hverja mynd. Það koma kaflar í myndunum hans þar sem þær minna óþægilega mikið á áróðursmyndir Bandaríkjamanna frá seinni heimstyrjöldinni, “Road to war” eða hvað sem þær nú heita. Öll þessi “Yes Sir” og stoltið yfir því að vera að vinna fyrir “Bestu þjóð í geiiiiiimi” ………..æji ég veit ekki, það er bara eitthvað við þetta allt saman sem fær mig til að skammast mín fyrir að vera mannvera.
Þrátt fyrir allt þetta þá liggur eintak af The Rock upp í hillu hjá mér. “Afhverju í andskotanum?” Hugsa eflaust flestir með sér…..og er ég einn af þeim. Nú hef ég ekki hugmynd um það afhverju ég elska þetta klisjukennda sorp en ég elska það samt. Er það skoska sexymannið sem heldur myndinni uppi? Er það Nicholas Cage? Er það músíkin? Eða gæti það mögulega verið leikstjórnin?
Ég ætla að byrja á því að setja eitt stórt og öruggt NEI við leikstjórnina. Ef það er eitthvað sem gerir þessa mynd góða þá er það allavega ekki Michael Bay. Góðir leikstjórar eru listamenn. Michael Bay er eitthvað allt annað. Í heimi listanna þá er Bay jafnoki krakka með litabók. Leikstjórnin er eins formúlukennd og stöðluð og hún gerist. Músíkin, get sagt þér, er alls ekki góð. Aldrei hefur eitt soundtrack farið jafnmikið í taugarnar á mér og soundtrackið í The Rock. Músíkin er nákvæmlega eins og í öllum Jerrry Bruckheimer myndum og þá meina ég ekki svipuð, heldur NÁKVÆMLEGA EINS! Sjúklega dramatísk og yfirgerð, en samt á hún greinilega að hrífa okkur inn í atburðarásina og fá okkur með í action-ið. Nú vill ég ekki meina að þetta sé versta soundtrack sem ég hef heyrt í Bruckheimer mynd. Það er bara svo andskoti svekkjandi þegar góðar myndir eru með svona lélega músík. Armageddon var með viðbjóðslega músík (Aerosmith lagið var *bara* jafn væmið og “my heart will go on” í Titanic) en mér er nokkuð sama um það, enda var Armageddon hörmung. Besta soundtrack í heimi hefði ekki getað reddað þeirri mynd. Þótt þú setur blóm á skítahaug þá er hann samt sem áður illa lyktandi skítahaugur.
Og ekki er það Cage sem heldur myndinni uppi. Þó hann sé nú reyndar helvíti fínn sem Stanley Goodspeed þá er hann bara mjög týpískur “fyndinn gaur”. maður hefur séð þetta oft oft áður. Það þyrfti líka ansi slæman leikara til að klúðra þessu hlutverki.
“Þá hlýtur það að vera skoska sexymannið sem á myndina…right”?
Ég ætla að hætta mér útá hálan ís hér og segja …..Nei. Engin leikari, sama hversu skoskur eða sexy hann er, getur haldið uppi Bruckheimer/Bay mynd. Það, kæru vinir, er ekki fræðilega mögulegt.
Hvað er það þá sem gerir það fyrir mig ? Ef ég ætti að giska á eitthvað þá væri það líklegast nostalgía. Eina ástæðan fyrir að ég get horft á The Rock aftur og aftur ,án þess að finna fyrir þörf/skyldu til að meiða sjálfan mig, er nostalgía. Einhver lítil minning frá því þegar ég horfði á þessa mynd um áramótin ’99.
Svona er þetta víst bara.


Titanic
Mér er sama hversu marga óskara þessi mynd fékk (12, 36, 56), þetta er eðalsori. Titanic er gott dæmi um hversu mikið mark á að taka á óskarsverðlaununum. EKKI NEITT. Hér höfum við mynd sem er svo sæt og væmin að það meiðir mig. Hún er stútfull af atriðum sem manni finnst eiginlega ótrúlegt að fullorðið fólk hafi skrifað með það í huga að skapa eitthvað fallegt og sætt. Og verða þessi atriði meira að segja svo fáranleg á köflum að það kemur dálítill parodiu fílingur í myndina. Nú þarf ég varla að taka það fram hvaða atriði ég er að tala um, fólk veit fullvel hvaða atriði ég er að meina enda voru þau, á tímabili, vinsælari brandaraefni en tómatarnir(Jack. I´m flying!- I´m the king of the world!- I believe you´re blushing mr artist-öööööööööööööööööööö).
En ef maður kemst yfir þessa ótrúlegu væmni og einbeitir sér bara af öðrum hliðum myndarinnar þá sér maður bara að þetta er helvíti góð mynd. Maður sér hversu mikið stórvirki hún er og maður byrjar að finna fyrir því að ,þrátt fyrir að hún reyni það of mikið, þá nær myndin að snerta mann, andskotinn hafi það. Það mætti líkja þessu við superslutty og ekki-svo-flotta gellu sem nær samt einhvern veginn að vera sexy.
Sama hvort maður hatar eða elskar þessa mynd þá held ég að það sé hægt að vera sammála um að parturinn þegar skipið er að sökkva er eitt besta sem sést hefur í stórslysageiranum. Allt stjórnleysið og hræðslan kemst svo vel til skila, Maður finnur til með fólkinu um borð og “kvíður” hreinlega fyrir að sjá skipið sökkva. Þessi “kvíði” hverfur náttúrulega um leið og skipið snappar í tvennt og hendist upp í lóðrétta stöðu, með fólki rignandi niður ,deyjandi mis-kvalafullum dauðum. Þetta atriði er bara svo andskoti flott og magnað að maður getur ekki annað en haldið með dauðanum (“Lentu á skrúfunni. Please lentu á skrúfunni. Please please please!……..YES!!).
Nú má ekki halda ég sé sadisti. Mér finnst statistadauðar bara svona rosalega skemmtilegir. Nafnlaust fólk er “drepið” eins og flugur og maður má bara standa við hliðina á og fagna. Ekkert nema hollt….fullnægjir því litla veiðiinstinkti sem ég hef.
Niðurstaðan er semsagt þessi: Flott en en allt of væmin mynd sem hefði getað verið betri hefði hún verið framleidd allstaðar annarstaðar en í USA. En þegar allt kemur til alls þá elska ég þetta ógeð.


Ghost
Hafiru bara séð leir-atriðið þá ættiru að vita hvað þessi er að gera á listanum mínum. Svo er líka Patrick Swayze í aðalhlutverkum………….PATRICK FUCKIN SWAYZE!!. Ég má eiginlega ekki fíla mynd með Patrick Swayze í aðalhlutverkum en þar sem ég fíla Titanic þá býst ég við að botninum sé þegar náð.


10 things I hate about you/She´s all that
Ef öllum er sama þá ætla ég að troða báðum þessum myndum inn í sömu umsögnina þar sem þær eru..ja….nákvæmlega eins.
Þegar það kemur að þessum myndum þá flækjast málin eiginlega smá, því að þetta eru myndir ,sem ég get sagt með fullri hreinskilni, að mér er illa við. Þrátt fyrir þetta þá hef ég séð þessar myndir samtals 15 sinnum (stöð 2 á stóra sök í því).
Ástæðurnar fyrir að ég hata þessar myndir eru augljósar. Þetta eru ófrumlegar peningasugu, formúlumyndir sem hvaða fífl sem er getur dregið útúr rassgatinu á sér.
Formúlan fyrir grunnahyggna rómantíska unglingapeningasugu er:
Stelpa hittir strák- Stelpa og strákur eru illa við hvort annað- stelpa og strákur uppgötva hvað þau eru bæði frábær og byrja saman-strákur missir stelpu- strákur og stelpa byrja aftur saman.
Teljið nú upp hversu margar myndir þið hafið séð með þessari formúlu. Þær eru margar!
Nú virðist ég ekki eiga neitt gott að segja um þessar myndir. Afhverju eru þær á listanum mínum?
Málið er að þetta eru feel good myndir og þær virka vel sem slíkar. Maður léttist allur upp þegar maður sér þær og manni líður vel. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég hata þær? Mér finnst alveg óþolandi að ég skuli fíla þessar myndir. Það er ákveðinn pervertismi í því að fíla myndir sem eru svo sneyddar öllum listrænum metnaði. Þetta er skínandi dæmi um kvikmyndir sem neysluvara en ekki list og maður á að vera á móti svoleiðis. Eða hvað?…………………………..