Maður borðar sæði, asni (dýr) bíður í röð eftir að hafa samfarir við hóru, kona með typpi í stað nefs, sjötugur maður sem hefur atvinnu af því að vera hóra. Þetta eru einungis dæmi af öllum sóðaskapnum sem viðhefst í þessari mynd Deuce Bigalow: European Gigolo.. Ég gæti haldið áfram og skrifað mun lengri lista en ég hef bara ekki áhuga á því. Ef þér finnst eitthvað af þessu líta út fyrir að vera fyndið þá ættirðu að kíkja á þessa mynd. Þú ættir líka að sjá hana ef þér finnst kínverji með lítið typpi vera fyndið.
Deuce Bigalow er kominn aftur. Fyrri myndin var alveg ágætlega vinsæl og fyndin þannig Rob Schneider hugsaði með sér að hann langaði til að gera aðra mynd en því miður fyrir hann er útkoman jafnvel verri en hugmyndin. Rob Schneider á handritið að þessari mynd ásamt fleiri vinum sínum og það verður bara að segjast að maður hefur sjaldan lent í öðru eins. Myndin er eins konar sketcha-þáttur. Eina stundina aðalsöguhetjurnar eitthvað að chilla og þá næstu eru þeir komnir á einhverja hóruráðstefnu. Þetta er allt frekar samhengislaust.
Deuce Bigalower ennþá að jafna sig eftir dauða konunnar sinnar þá hringir T.J. (fyrir þá sem sáu ekki fyrri myndina þá er hann melludólgur fyrir karlhórur eins og Deuce) og segir “Koddu til Amsterdam”. “Ókei” segir Deuce án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Þegar komið er til Amsterdam þá kemst Deuce að því að það er morðingi sem er að drepa allar eðalkarlhórurnar í heiminum. T.J. lætur hann fara út með öllum konunum sem voru einhvern tímann með einhverri af dauðu karlhórunum því samkvæmt Deuce þá er morðinginn kona. Auðvitað eru allar konurnar vanskapaðar eða á einhvern hátt alveg fáránlegar. Ein er risastór, alveg eins og í fyrri myndinni, ein hefur ekki farið í bað í háa herrans tíð og svo framvegis.
Myndin snýst svo um það að Deuce er að reyna að komast að því hver morðinginn er og trúið mér það er eitt rosalegasta tvist sem ég hef á ævinni séð í þessari mynd. Ég var alveg furðulostinn þegar morðinginn var búinn að uppgötvast. Það liggur við að ég sé ennþá að jafna mig. Maður getur ekki annað en dáist af Rob schneider að hafa fattað upp á þessu.
Rob Schneider kom til landsins eins og flestir vita og var á forsýningunni á myndinni. Miðað við hláturinn sem myndin uppskar þegar ég var á henni þá er ég eiginlega farinn að vorkenna Rob þegar hann var á forsýningunni því það var ekki ábyggilega ekki mikið hlegið. Myndin er svo heimskuleg að það hálfa væri nóg. Allir brandararnir er heimskulegir og 95% af þeim eru á engan hátt fyndnir. Það var stundum flissað af þessum 5% ég neita því ekki en hinir brandararnir voru flestir subbulegir og óáhugaverðir.Það eina sem ég fann var svona ógeðistilfinning sem maður fær þegar eitthvað gróft er á skjánum. Þessi tilfinning varði meirihlutann af myndinni og það er ekkert sérstaklega gott þegar maður á að vera á gamanmynd.
0 stjörnur frá mér.