Ég hef ákveðið að reyna að skrifa greinar á reglulegu millibili um eitthvað sem tengist kvikmyndum.
Þetta er fjórða greinin og hún mun fjalla um Anthony Hopkins.
———————————–
“I was lousy in school. Real screwed-up. A moron. I was antisocial and didn't bother with the other kids. A really bad student. I didn't have any brains. I didn't know what I was doing there.
That's why I became an actor.”
Philip Anthony Hopkins er fæddur 31. desember 1937 í Margam í Wales. Hann er einkabarn Muriels og Richard Hopkins sem var gjaldkeri. Þegar hann var 17 ára ákvað hann að prufa að fara í leiklistar nám við YMCA, hann sá strax að þetta var það sem hann vildi. Hann hafði strax mikla hæfileika við leiklist og gat líka spilað afbragðsvel á píanó, með þessa 2 eiginleika fékk hann skólastyrk til að fara í “Welsh College of Music & Drama”, þar var hann í 2 ár (1955-1957). Hann gekk í breska herinn þegar hann var 21 og eiddi mest af þeim 2 árum sem hann var þar sem ritari hjá “the Royal Artillery” í Bulford.
Árið 1960 var honum boðið að koma í prufu hjá Sir Laurence Oliver, þá leiksjóri hjá stóru bresku leikhúsi, 2 árum seinna var Hopkins vara leikari hjá Sir Oliver. Árið 1967 fékk Anthony tækifæri til að leika sitt fyrsta alvöru hlutverk í kvikmynd, The Lion in Winter með Peter O'Tolle og Katherine Hepburn, hann fékk tilnefningu frá breska Oskarnum og kvikmyndin var valinn besta myndin. Hann lék í nokkrum myndum þangað til árið 1973 þegar hann fékk hlutverk í framhalds þáttunum “QB VII” hjá ABC, þar lék hann pólskan lífræðing. Sama ár var hann á Broadway í leikritinu “Equus”. Eftir það lék hann í nokkrum vinsælum kvikmyndum, þar á meðal Magic (1978), þar sem hann lék mann sem hélt að dúkkan sín væri lifandi og The Elephant Man (1980), sem fjallar um… ja fílamanninn svo lék hann líka Quasimodo í The Hunchback of Notre Dame (1982). Hann fékk mikla viðurkenningu fyrir leik sinn í The Bounty (1984) með Mel Gibson en ákvað að fara að leika aftur í leihúsi.
Hann lék í nokkrum leikritum “Pravda”, “Antony and Cleopatra” og “King Lear.” Hann fékk fullt af breskum leikhús verðlaunum fyrir þau leikrit.
En það var ekki fyrren árið 1991 að Hopkins varð “heimsfrægur”, þegar hann lék hinn skemtilega karakter Hannibal “The Cannibal” Lecter. Hann fékk óskarinn fyrir framistöðuna sína þar og varð einn af þekktustu leikurum í Hollywood. Hann varð mjög eftirsóttu og fékk fjöldann allan af handritum. Hann lék t.d. í Howards End, Dracula, sem Dr. Van Helsing, vampýruveiðarann og Chaplin. Hann var aftur tilnefndur til óskars fyrir The Remains of the Day (1993) en tapaði fyrir Tom Hanks. Hann fékk aftur tilnefningu 2 árum seinna fyrir Nixon (1995), þar sem hann lék (frábærlega) fyrrverandi forseta bandaríkjana Richard Milhouse Nixon en þá tapaði hann fyrir Nicolas Cage. Hann lék Picasso í kvikmyndinni Surviving Picasso (1996). Hann var svo tilnefndur í 4 skipti fyrir Amistad árið 1997. Hann lék svo Zorro í The Mask of Zorro (1998).
Hann var sögumaðurinn í How the Grinch Stole Christmas (2000) en fór svo aftur inní huga Hannibals Lecters í Hannibal (2001) sem fékk ekki nærri því eins góða dóma og fyrri myndin. Hann er núna að leika í Hearts in Atlantis (2001) sem er byggð á sögu eftir Stephen King, svo mun hann leika í The Devil and Daniel Webster (2001) og Black Sheep (2002). Hann lék í Titus árið 1999 en hún er ekki enn komin til íslands!
Fyrir stuttu ákvað hann að verða bandarískur ríkisborgari en fékk að halda Sir titlinum. Talið er lýklegt að hann muni leika í 2 Hannibal Lecter myndum í viðbót, það er endurgerð af Manhunter (1986), þar sem Brian Cox lék Hannibal og svo önnur mynd sem gerist eftir að Hannibal myndin gerðist. En hvað sem hann mun gera þá er hann án efa einn virtasti leikarinn í Hollywood í dag.
Kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í > http://us.imdb.com/Name?Hopkins,+Anthony