
Ég hef ekki séð eftirtaldar myndir og hef ekki áhuga því að sjá þær enda gæti ég ekki endst í gegnum þær allar. Mér finnst erfitt að horfa á eitthvað verulega ógeðslegt, fannst atriðið í Reservoir Dogs þegar hann sker af honum eyrað frekar ógeðfellt, og ef einhverjum finnst erfitt að horfa á svoleiðis viðbjóð þá mæli ég gegn því að sá hinn sami horfi á eftirtaldar myndir.
Cannibal Holocaust
Þegar þessi mynd kom út árið 1980 varð mikið fjaðrafok. Leikstjórinn Ruggero Deodato þurfti að draga leikarana sem léku í myndinni hvert sem hann fór til að sanna að þau hefðu ekki verið étin af mannætum, svo raunveruleg er hún. Dýrapyntingar, morð og mikið fleira í dúr einkenna þessa mynd sem gerist í frumskógi í Suður-Ameríku. Sögð vera ein grófasta mynd sögunnar.
Za ginipiggu: Akuma no jikken a.k.a. Guinea Pig.
Svona er henni lýst á imdb.com. Plot Summary: A group of guys capture a young girl with the intent of hurting her. They torture her in many ways,…
Stuttmynd, þessi lína segir allt sem segir þarf. Það eru til um sex myndir ef ekki fleiri í þessari seríu.
Salò o le 120 giornate di Sodoma a.k.a. The 120 Days of Sodom
Aftur tekið af imdb.com Plot Outline: Four fascist libertines round up 9 teenages boys and girls and subject them to 120 days of physical, mental and sexual torture.
Ég myndi aldrei vilja sjá þessa mynd. Þetta plot summary eitt er alveg nógu ógeðfellt.
Cannibal Ferox
Svona er smá úr söguþræðinum á þessari mynd “the two dealers and three grad students to the most horrific torture and murder for their crimes using their own harsh law of the jungle.”
Bloodsucking Freaks
Plot Outline: Sardu runs the theatre of the macabre. Sardu is into S&M. Sardu likes to kill people in public and make them think it's fake.
Þetta er seinasta myndin sem ég ætla að nefna. Ekki það að ég ætli eitthvað að dæma innihald þessarar myndar þá held ég að hún og hinar sem ég nefndi séu eingöngu gerðar til þess að hneyksla og gjörsamlega ganga fram af manni.
Ef einhver hefur séð þessar myndir þá má viðkomandi skrifa hvað honum/henni fannst um hana.