Clockwork Orange
Árið 1962 var gefinn út bók sem átti heldur betur eftir að umbylta cult-bókmenntaheiminum, þessi bók hét Clockwork Orange og var einn af fyrstu cult-bókum sinnar kynslóðar.
Bókin fékk misgóða gagnrýni, sumum fannst hún vera gargandi snilld meðan aðrir gagnrýndu hana fyrir of mikið ofbeldi.
Bókin fjallar um fjóra ofbeldisseggi sem láta ekkert aftra sér til að fullnægja hræðilegri ofbeldisþörf sinni. Þeir pynta, nauðga og drepa eins og ekkert sé og eru þessi piltar eins skrýtið og það má virðast ennþá táningar. Þrír félagar af hópnum ákveða að gera uppreisn gegn sjálfkjörnum leiðtoga hópsins Alexander og svíkja þeir hann til lögreglunnar sem tekur mjög hart á honum og dæmir hann í fjórtán ára fangelsi fyrir morð á mikilsmetnari listakonu. Þegar hann er búinn að vera í fangelsi í tvö ár býðst honum að taka þátt í meðferð sem á að hreinsa hann af allri ofbeldishneigð en þessi meðferð hefur ófyrirséð áhrif á hann og hans líf.
Þessi bók gerist á einhverju afskekktu tímaskeiði og gefur höfundurinn ekki upp hvenær sagan á að taka sér stað en maður fær að vita að hún gerist í Bretlandi. Þessi fjarlæga veröld er að mjög slæmum toga og eru morð og nauðganir daglegt brauð í þessari matraðarveröld.
Anthony Burgess hefur lengi verið talinn einn af betri rithöfundum sem uppi eru og er hann líka talinn vera einn af skrýtnari höfundum sem uppi eru og má sem dæmi taka ritstíll hans í Clockwork Orange en hann semur sjálfur eins konar tungumál og bætir inn orðum eins og droogs og rasoodocks en þetta eru orð sem eru algjörleg kominn úr hans huga.
Anthony Burgess tók upp á því að afneita bókinni. Hann hataði hana og óskaði þess að hann hefði aldrei skrifað hana. Hann seldi Mick Jagger söngvara Rolling Stones kvikmyndaréttinn af bókinni. Mick Jagger sá sjálfan sig í aðalhlutverki sem hinn ofbeldisóði Alexander Delarge (Alexander The Large í bókinni.) Allt gekk á afturfótunum hjá Mick Jagger við gerð myndarinnar og því seldi hann Stanely Kubrick kvikmyndaréttinn á sama verði og hann hafði keypt hann (500 dollurum).
Stanley Kubrick sem var rosalega mikill perfectionisti byrjaði strax að eyða öllum sínum frítíma að skrifa handrit, hann varð gjörsamlega heillaður af bókinni þegar hann las hana fyrst. Hann réð algjörlega óþekktan leikara, Malcom Mcdovell til að leika hinn ofbeldissjúka Alexander. Tökur myndarinnar gengu mjög brösulega , Stanley Kubrick þurfti þrisvar að skipta um leikkonur í eitt ógeðfelldasta atriði myndarinnar út af því að þær gátu ekki leikið það, svo fengu leikararnir ekki frið út af mótmælum og endaði það þannig að Malcom Mcdovell fékk taugaáfall stuttu eftir að myndin var gefinn út en hann jafnaði sig.
Kvikmyndaeftirlitið gaf myndinni x-rating og er Clockwork Orange ásamt Midnight Cowboy eina myndin sem hefur unnið óskarsverðlaun með x-rating á bakinu. Þegar myndin kom út í Bretlandi voru einhverjir siðspilltir einsatklingar sem létu hana hafa of mikill áhrif á sig og frömdu þeir morð sem svipuðu mjög til þeirra morða sem voru framin í myndinni.
Stanley Kubrick var mikið gagnrýndu fyrir þetta atvik og endaði þetta þannig að hann leyfði ekki sýningar á myndinni í Bretlandi. Það liðu 27 ár þangað frá því að myndin var gefinn út (1971) og þar til hún var sýnd í Bretlandi (1998, árið sem Stanley Kubrick dó.)
Clockwork Orange var og er einn umdeildasta mynd sem hefur verið gerð.