Ég er nú ekki merkilegri en það að ég sá Festen, sem mun vera frá árinu 1999 núna nýlega og hún komst þegar inn á “uppáhalds”listann minn. Festen er fyrsta myndin gerð eftir Dogme ´95 samkomulaginu, leikstýrð af Thomas Vinterberg og er einfaldega algjör snilld!!! Thomas fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem besti leikstjórinn og síðan hefur myndin hlotið fjldaverðlauna, m.a. sem besta erlenda myndin á LA Critics Award og sem besta myndin á International Film Festival í Rotterdam.
Myndin fjallar í stuttu máli um systkin sem hittast ásamt stórfjölskyldunni á óðalsetri til að fagna sextugsafmæli föðurs sins. Allt virðist ætla að fara vel fram þar til óvænt og óhugnalegt fjölskylduleyndarmál er afhjúpað og þá reynir á samband fjölskyldunnar og viðbrögð folks við hinu óvænta.
Festen er virkilega áhrifamikil mynd, hún kemur óþægilega við mann. Allir leikararnir standa sig frábærlega og gera að verkum ásamt frábæru handriti að myndin er mjög trúverðug og áhorfandinn gleymir sér alveg í henni og bíður spenntur eftir að sjá hvað gerist næst.
Munurinn á litlu myndunum og þeim stóru Hollywood, er m.a. sá að þær síðarnefndu er oft á tíðum svo rosalega flottar og pottþéttar að þær verða einhvern veginn of fjarlægar. Dogme stíllinn færir áhorfandann enn þá nær atburðum myndarinnar og er skemmtilega hrár og raunverulegur. Ég hef aðeins séð eina aðra mynd sem gerð er eftir dogma aðferðinniog það var Idioterne. Þrátt fyrir að hún sé ansi skemmtileg (hahaha) stenst hún Festen ekki snúning.
Af gefinni reynslu þykir mér dogme aðferðin nokkuð skemmtileg. Þessar tvær myndir, Festen og Idioterne bera ekki með sér að hugsunin hafi verið að gera æðislega listrænar myndir eins og mig grunaði fyrst að dogma stíllinn væri. Auðvitað get ég ekki fullyrt um hinar dogme-myndirnar, (24 myndir hafa verið gerðar í ýmsum löndum) en ég vona að þær séu eins góðar. Svo mælist ég til þess að kvikmyndaáhugamenn sem enn hafa ekki séð Festen drífi sig í því, þig eigið mikið eftir!!!!