Júlí mánuðurinn í USA
Júlí mánuðurinn á eftir að verða klikkaður kvikmynda mánuður úti í Bandaríkjunum. Ein mynd á fætur annari verður frumsýnd og það engin smá nöfn. Fyrsta stórmyndin í Júlí mánuðinum og eflaust sú stærsta er Final Fantasy: The Spirits Within, hún verður frumsýnd 2. júlí og á eftir að gera allt vittlaust í Hollywood. Final Fantasy er sú sem allir bíða eftir en samt sem áður verða fleyri stór nöfn frumsýnd. Næsta mynd er Scary Movie 2 og verður hún frumsýnd 4. júlí, hún á eftir að komast hátt á vinsældarlista en alveg er ég viss um að hún eigi ekki eftir að slá Final Fantasy við. Kiss of the Dragon verður svo frumsýnd 6. júlí, Nýjasta hasarmyndin eftir Luc Besson með Jet li í aðalhlutverki. Eftir smá tíma verður önnur stórmynd frumsýnd og er það Jurassic Park III eins og þið flest öll kannist við, hún mun býst ég við taka toppsætið af þeirri mynd sem trónir efst en hún er frumsýnd 18. júlí. Síðan 27. júlí kemur önnur mynd sem að á eftir að gera allt vittlaust en það er engin önnur en Planet of the Apes. Sú mynd mun eflaust slá eitthvað met það er ekki spurning. Þær myndir sem ég hef talið hér að ofan eru stærstu myndirnar sem verða frumsýndar en þess má geta að fleyri myndir t.d Legally Blonde, America's Sweethearts verða frumsýnda og ekki má gleyma okkar 101 Reykjavík en hún verður frumsýnd 25. júlí.