Ég ætla að segja ykkur frá þeim dauðum sem ég hef mest álit á. Ég skrifa efst úr hvaða mynd viðkomandi dauði er þannig ef þið viljið ekki vita um þann sem deyr þá skuluð þið ekki lesa lengra. Ef þið hins vegar ætlið ykkur ekki að sjá myndina þá megið þið alveg lesa þetta.


Dr. Strangelove

Atriðið þegar Major King Kong, minnir mig að karakterinn heiti, flýgur niður á jörðina á kjarnorkusprengju er klassík. Að vísu sjáum við hann ekki deyja en þetta atriði er samt snilld.


The Silence of the Lambs

Dr. Hannibal Lecter lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að drepa fólk. Það er óhugnalegt þegar Hannibal bítur Pembry í andlitið. Hef ekkert meira um það að segja.


Seven

Það eru nú svo margir góðir dauðar í Seven að það er erfitt að velja þenn besta. Sloth fannst mér samt vera öflugastur. Maður bundinn við rúm í heilt ár og dælt í hann lyfjum á meðan. Hann er alveg í hakki þegar lögreglan finnur hann en eins og þeir sem hafa séð myndina vita þá er hann ekki alveg dauður.


Gladiator

Það er orðið frekar langt síðan ég sá þessa mynd en ég hef alltaf haldið upp á það þegar Maximus drepur einn gaurinn með því að taka tvö sverð og höggva hausinn af honum á mjög skemmtilegan hátt. Þetta er áður en hann er í Colusseum.


2001: A Space Odyssey

Þetta er að vísu ekki mannvera sem deyr en ég tel þetta samt sem dauða. Það er mjög átakanlegt þegar Dave er á leiðinni að taka HAL úr sambandi og hann biður um vægð. “Stop, Dave. Dave stop”. Maður getur ekki annað en vorkennt vesalings tölvunni á meðan það er verið að aftengja hann.


Alien

Ég man ekki alveg nafnið á persónunni sem deyr en mig minnir að það sé Kane. Atriðið þegar geimveran brýst út úr bringunni á honum er alveg magnað og alveg sérstaklega hrollvekjandi. Ég get samt eiginlega ekki gert upp á milli Kane eða Ash en dauðinn hjá Ash er bara klassík.


Carrie
Ágætis mynd svosem en þega mamman drepst stendur uppúr. Krossfest með eldhúshnífum og það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé svalur dauði.


Die Hard
John McClane hendir hryðjuverkamanninum Hans Gruber af háhýsi í Los Angeles. Þetta er mjög frægur dauðdagi enda er hann, svo ég noti þetta orð í þriðja sinn, klassískur.


The Shining
Það er aldeilis að Stanley Kubrick er að búa til flotta dauðdaga en The Shining er þriðja myndin á þessum lista sem er eftir hann. Kokkurinn Dick Holleran fær öxi í hjartað frá Jack Torrence og blóðið vellir út. Skemmtilegu dauðdagi.


Þá eigið þið bara eftir að segja frá uppáhaldsmorðunum/dauðdögunum ykkar.