Bíómyndir, já þær hafa fært mörgum gleði (allavega mér, mikið get ég sagt ykkur). Ég elska bíómyndir, þekki MJÖG marga leikara og myndir þeirra, leikstjóra og svona. Ég man þegar ég las aftan á Andrés blaði, fyrsta bíómyndin kom út eitthvað um 1880, og það var frönsk bíómynd, gerðist á kaffihúsi. Ekki merkilegt að horfa á hana núna, en myndin hefur líklega verið þó nokkur bylting á þeim tíma. Bíómyndir flokkast undir marga hluta, spennumyndir, gamanmyndir, dramamyndir, klámmyndir (annar flokkur :), ástarmyndir, hasarmyndir, söngvamyndir, sci-fi myndir, hryllingsmyndir, vestrar, barnamyndir, sannsögulega myndir, stríðsmyndir og fl. Persónulega þá hef ég mest gaman af spennu/dramamyndum, eins og Gladiator, hún er mjög gott dæmi um þannig myndir. Þær myndir þar sem hetjan lifir í endann, þær myndir hafa minni áhrif á mig heldur en þegar hún deyr í endann, mér finnst það töff og um leið betra (undantekning með Armageddon). En þegar Russell Crowe deyr í endann á Gladiator þá varð myndin fyrst frábær. En svona myndir eins og Die Hard, þær ná aldrei langt hjá mér. Þótt að myndirnar séu flottar fyrir augað og hjartað nái aðeins að slá örar, þá eru þetta engar minnisstæðar myndir, en þó Die Hard virðist endast í tímanna rás.. :) Svo eru þessar Sci-fi myndir sem eru oftast góðar, ein sú besta er auðvitað Alien, Alien Ressurection er mjög léleg mynd. Ég hef ekki séð Blade Runner, en redda því bráðum. Ein sú besta gamanmynd sem ég hef séð er.. uuu.. ég bara veit það ekki almennilega, ég varð fyrir þónokkrum vonbrigðum með Scary Movie, en sú mynd er alveg þokkalega fyndin, þótt að húmorinn sé alveg kolruglaður. Tveir bestu gamanmyndahöfundarnir mínir eru “The Farrely Brothers”, þeir sem gerðu Me, Myself & Irene og There's Something About Mary og svo “Wayne bræður”, þeir sem gerðu Don't Be A Menace.. og Scary Movie, alveg klikkaðir náungar. Besta hasarmynd sem ég hef séð er án efa Terminator II og True Lies, Arnold í sínum bestu hlutverkum, finnst mér allavega, þó, T2 var líklega hlutverkið sem kom honum pottþétt á kortið. T1 kom honum fyrst á kortið. Ég hef aldrei haft neitt gaman af vestrum, enda var ég ekki fæddur þegar þeir stóðu sem hæst. John Wayne rúlaði yfir vestrunum, enda einn besti leikari sögunnar. Besti svona tryllir sem ég hef séð er án efa Sixth Sense, ég ætla ekkert að fara út í hana fyrst allir vita um hvað hún er, en Bruce Willis í sínu fyrsta almennilega hlutverki, smá frí frá “saving the world” hlutverkum. Ég horfi voðalega lítið á ástarsögur, en get þó sagt fyrir mína hönd að mér fannst Titanic ekki vera nein ástarmynd ! Sannsögulegar myndir eru alltaf sérstakar, í gær var Ghosts of Missisippi, sú mynd er mjög góð, fannst mér. Ef þessi mynd hefði til dæmis verið skáldsaga, þá held ég að mér hefði ekki fundist hún vera jafngóð, en svo eru til myndir sem notast við sama söguþráðinn.. en breyta öllu öðru ! Mér finnst eins og The Assignment og Jackal séu dæmi um það. En bíddu.. var Jackal sannsöguleg… allavega þá var til leigumorðingi sem hét Sjakalinn, en veit ekki um Írann og restina af myndinni, skemmtileg mynd. Ég get sagt það hér og nú að ég horfi aldrei á söngvamyndir, en ég held að The Sound of Music sé ein sú besta af þeirri gerð, ég sá þó Grease, ágæt mynd, en Grease 2 var B-mynd í lægsta gæðaflokki. Hehe, ég horfi líka á barnamyndir sko, td. ég sá 1/2 af Járnrisanum um daginn, og var hún mjög fyndin, svo báðar Toy Story myndirnar, þær eru snilld. En mest af öllu hlakka ég til að sjá Shrek.. vá, grafíkin er alveg ótrúleg.. miklu betri en Toy Story eða nokkur önnur tölvumynd. Rosalega þarf mikla þolinmæði til að búa til svona myndir ! Besta stríðsmynd sem ég hef séð er Braveheart.. eða Saving Private Ryan, ég veit ekki alveg hvor er betri, en samt þá skarar Braveheart nokkuð uppúr, Mel Gibson í hlutverki William Wallce á 13. öld.. snilldarmynd. En Saving.. er líka mjög góð mynd, rosaleg drama með Tom Hanks í aðalhlutverki. En það er þó ein mynd sem ég VERÐ að sjá, The Deer Hunter, með Robert De Niro, pabbi minn sá hana fyrir mörgum árum, og segir að hún sé meistaraverk. Það er hvergi verið að selja hana hérna á klakanum, bara í USA. Hryllingsmyndir, það er mjög erfitt að búa til myndir sem geta flokkast undir ekta hryllingsmyndir, Exorcist er besta hryllingsmyndin mín, svo er það Alien sem er blanda að sci-fi og hrylling.. góð blanda. En svo eru þessar B-hryllingsmyndir, þær flokkast ekki undir hryllingsmyndir heldur gamanmyndir, ég man eftir einni mjög fyndinni mynd á Stöð-2, það var svona olíuborpallur lengst útí sjó, og nokkrir hasssmyglarar voru eitthvað að þvælast þar, svo kom upp einhvers konar skrímsli.. og ég hef aldrei hlegið jafn mikið að hryllingsmynd. En glæpakómedíur voru fyrst almennilegar þegar Guy Rithcie kom á sviðið, Snatch er annað orð fyrir Sncild :)

En ætli ég láti þetta ekki duga, úfff.. ég skrifaði þetta á 30 mín.. stundum fæ ég bara skrifkast og skrifa allt sem ég hugsa ;)

En endilega segið mér/okkur hvað eru þínar uppáhaldmyndir í þessum flokkum..


sigzi