The Animal fjallar um Marvin (Rob Schneider) sem er misheppnaður í öllu og fær enga virðingu frá einum né neinum. Dag einn þegar Marvin lendir í óhappi finnur sérstakur læknir hann og annast hann. Þegar Marvin ránkar við sér og kemst aftur til síns venjulega lífs uppgötvar hann ýmssa hluti við sjálfan sig sem höfðu ekki verið til staðar áður en hann lennti í óhappinu. Hægt og rólega magnast þessir skrítnu hlutir í fari Marvins og áður en hann veit af gæti eitthvað verulega slæmt gerst-. The Animal er frábær gamanmynd úr smiðju Adam Sandlers svo enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum sem að hefur gaman af þannig húmori. Í myndini leikur ein stúlka aðalhlutverk sem flestir kannast eflaust við en ekki úr heimi kvikmyndana heldur úr sjónvarpinu, Colleen Haskell kom fyrir í þáttaröðini Survivor 1 og stendur hún sig alveg ágætlega. The Animal er nokkuð mikil della en mér fannst hún frábær og persónulega held ég að ef þið eruð í góðum fíling á henni í bíó þá ættuð þið að skemmta ykkur konunglega.
Rob Schneider …. Marvin
Colleen Haskell …. Rianna
John C. McGinley …. Sgt. Sisk
Edward Asner …. Chief Wilson
Michael Caton …. Dr. Wilder
Louis Lombardi …. Fatty
Guy Torry …. Miles