Patton Patton er ein af þessum myndum sem við öll könnumst eflaust við. Myndin er bygð eftir bókini Patton eftir Ladislas Farago en handritið skrifað af Francis Ford Coppola og fékk hann aðstoð frá Edmund H. North.. Myndin er frá árinu 1970 og var tekin upp með Dimmension 150 linsu sem átti að vera svaka flott á þeim tíma. Myndin Patton fjallar um feril General. George S. Patton Jr. í seinni heimstyrjöldini. Patton var “General” og hafði vissar skoðanir á hlutum og var svaka harður nagli og lennti ílla í því vegna þess. Í myndini fáum við að kynnast hvernig persóna Patton var og tekst það með eindæmum vel og er það að þakka leikaranum George C. Scott en eftir að hafa séð þessa mynd þá gat ég ekki annað en dáðst af þessari persónu. Ég ákvað að kynna mér feril hans örlítið og kom í ljós að hann lést árið 22 september 1999. Hann var frábrugðin öðrum leikurum í Hollywood því hann var á móti verðlaunum og var hann tilnefndur nokkrum sinnum til óskarsverðlauna fyrir að vera besti aukaleikari en svo hlaut hann óskarinn fyrir myndina Patton en neitaði að taka við honum. Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna þess að án hans þá hefði þessi mynd ekki orðið nærri því eins góð. Myndin er til á DVD og mæli ég með að fólk leigi sér hana til þess að sjá George C. Scott sýna hreint og beint frábæran leik. Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá feril hans þá er þetta góður tengill http://us.imdb.com/Bio?Scott,+George+C.

Type: Drama / War

George C. Scott …. Gen. George S. Patton Jr.
Karl Malden …. General Omar N. Bradley
Michael Bates (I) …. Field Marshal Sir Bernard Law Montgomery
Ed Binns …. Major General Walter Bedell Smith