
En ég ætlaði víst að dæma myndina þannig að það er best að ég skelli mér í það. Mynd þessi fjallar um þrjá menn sem algjörlega falla fyrir Jewel (sem leikin er af Liv Tyler). Það er líka blessun eða bölvun hennar að allir karlmenn falla fyrir henni. Og segir þessi mynd á spaugsamlegan hátt frá samskiptum hennar við þessa menn.
Þetta er hin fínasta grínmynd og get ég ekki annað en mælt með henni. Það eru góðir leikarar í öllum hlutverkum og skila þeir allir hlutverkum sínum vel. Síðan verð ég að minnast á það að Andrew Dice Clay kemur með frábært come back sem tvíburanir Utah og Elmo. Þetta er bara ein sú besta grínmynd sem ég hef séð í langan tíma og er þetta mynd sem allir ættu að sjá.
Leikstjórar
Harald Zwart
Handrit
Stan Seidel
Leikarar
Liv Tyler …. Jewel
Matt Dillon …. Randy
Paul Reiser …. Carl
John Goodman …. Detective Dehling
Michael Douglas …. Mr. Burmeister og einnig framleiðandi
Reba McEntire …. Dr. Naomi Green
Richard Jenkins (I) …. Father Jimmy
Andrew Dice Clay …. Utah/Elmo (as Andrew Silverstein)
Stjörnur *** af ****