Af öllum þeim myndum sem ég hef séð verð ég að segja að Exit Wounds hefur haft mest áhrif á líf mitt. Myndin er frá árinu 2001 og er leikstýrt af snillingnum Andrzej Bartkowiak sem einnig gerði snilldarverkin Romeo Must Die og Cradle 2 The Grave með Jet Li.
Í Exit Wounds fer Grandmaster Seagal í hlutverk Orin Boyd, lögregluþjóns sem er ekki hræddur við að fara sína leiðir. Í byrjunaratriði myndarinnar mætir hann á athöfn þar sem tilræðisverk er gert til að myrða varaforseta bandaríkjanna. Boyd var sá fyrsti til að sjá að eitthvað gruggugt er á seyði og tekst með færni sinni að stöðva hryðjuverkamennina. En til að bjarga lífi varaforsetans þurfti hann að henda honum niður í sjóinn og eyðileggja nokkra bíla. Fyrir þetta er hann tekinn í gegn af lögreglustjóranum en ískaldur gefur hann skít í allar reglugerðir. Hann grínast meira að segja með þetta og segir bara “I didn´t vote for him anyway”. Fyrir þetta er Boyd lækkaður í tign og settur í aðra deild þar sem hann byrjar smátt og smátt að komast að spillingu innan lögreglunar.
Exit Wounds blandar saman gamanmálum og alvöru fullkomlega. Bardagaatriðin eru hreint út sagt frábær og það er engin kynþáttarmismunun. Seagal er mjög jafnréttissinnaður eins og sést í einu atriði myndarinnar þar sem hann berst á móti götugengi. Þar eru asíumenn, svertingjar og fólk af latnensku bergi brotnu og lemur hann þá alla jafnt til að sýna fram á að við erum öll sköpuð jöfn. Seagal er að mínu mati Jesús okkar tíma, hann boðar sama fagnaðarerindi og hjartað hans er eins hreint. Hann er Búddatrúarútgáfan af Jesú Krist.
Sensei Steven Seagal the Great One túlkar hinn þjáða antdþjóðfélagssinnaða Boyd á frábærann hátt. Ég einfaldlega trúi því ekki að akademían hafi litið framhjá honum enn einu sinni. Hann á skilið óskarðsverðlaun fyrir þetta hlutverk sitt enda stendur hann sig mun betur í því að boða okkur góðan boðskap heldur en dóphænsni eins og Robert De Niro og Meril Streep. Það er skandall að það skuli alltaf vera farið svona með mann sem hefur gefið almenningi hjartað sitt. Þið ættuð öll að skammast ykkar.
Exit Wounds er gagnrýni á nútíma samfélag okkar og setur fram kenningar um andþjóðfélagslegan níhlisma og óendurtekna hlutdrægni á svipaðann hátt og við höfum séð í skáldverkum á borð við Animal Farm áður. Þegar allt er tekið saman er Boyd táknrænn fyrir Jesú krist og endurkomu hans til jarðarinnar. Hann frelsar oss frá illu og brýtur reglugerðir samfélagsins. Honum er refsað fyrir það en gefst aldrei upp. Boðskapur Boyd mun lifa á hjarta mínu þar til ég dey.
Að lokum vill ég hvetja fólk sem hefur áhuga á að ganga í Steven Seagal aðdáandaklúbb Íslands til að senda mér skilaboð og ég mun húkka ykkur up með einu símtali.
Takk fyrir að lesa greinina mína.