Kæri Vefstjóri,
Við hér á Kvikmyndum - DVD(já, ég tala fyrir hönd okkar allra!) höfum verið í langan tíma að safna stigum, sumir í Kvikmyndum og aðrir í DVD! Nú þegar nýr hugi.is er komin í gang er nýr flokkur stofnaður; Kvikmyndir, en það á að vera aðalsíða fyrir ÖLL kvikmynda áhugamálin(DVD, StarWars) er flokkurinn Kvikmyndir-DVD breytt, breitt í DVD!!
Ég hef lengi verið hér á huga(hálft ár) og hef síðan þá verið að safna stigum á Kvikmyndir-DVD, ég hef aðallega verið að skrifa greinar um Kvikmyndir og náð að verða ofurhugi 1. á Kvikmyndum-DVD! Nú eins og ég sagði áðan hefur Kvikmyndum -DVD verið breytt í DVD, ég hef ekki verið að safna stigum í DVD, ég safnaði stigum í Kvikmyndum! Svo er nýr flokkur stofnaður, Kvikmyndir eins og ég talaði um áðan!!! Á ég að þurfa að komast aftur í nr.1 sæti á kvikmyndum því að ég(og við)höfum verið skilin eftir í DVD þótt á það hét áður KVIKMYNDIR-DVD??? Það sem hugi.is gerði var að sparka í punginn á mér(og okkur)!! og nú þurfum við sem vorum ofurhugar á kvikmyndum-DVD að byrja aftur að safna stigum til þess að ná okkar fyrra ofurhugasæti???(ef við nennum því, ekki geri ég það!)
Það sem ég er að reyna koma á framfarir er að; sameina ÖLLUM eða ENGUM Kvikmyndaáhugamálum í KVIKMYNDIR!
Með kveðju,
Vignir - IndyJones