Það hafa jafnan verið misjafnar skoðanir um þessa mynd. Ég hef bara heyrt slæmar þar sem fólki finnst þessi mynd alveg hræðilega leiðinleg. Ég verð að vera ósammála þeim, því á vissan hátt heillaði myndin mig. Hana gæddi t.d kostur sem margar myndir skortir, maður gat ekki séð fyrir endinn á henni, gat ekki sagt: Já og svo mun þetta gerast og svo endar myndin svona. Tek það fram að það er langt síðan ég sá þessa mynd ef ég skyldi segja eitthvað vitlaust við hana.

Myndin fjallar um lítið þorp í miðjum skógi er virðist gerast, hvað skal segja 17 öld í bandaríkjunum. Skóginn vernda dularfullar verur sem passa uppá að enginn fari inní skóginn, enginn veit hvað er fyrir utan skóginn. Fólkið heldur að heimsendir hafi skollið á og eytt öllu öðru lífi.
En ekki er allt sem sýnist og það kemst ung stúlka að í myndinn þegar hún þarf að fara í leiðangur til að fá lyf í nágrenninu, handa manninum sem hún elskar kemur annað í dagsljósið. Við enda skógsins er risastórt, er virðist grindverk, þetta vekur ekki furðu manns fyrr en hún hoppar yfir og er þá kominn í nútímann okkar. Þetta heillaði mig uppúr skónum, þótt svo einsog fólk segir: Þetta gæti aldrei gerst, það er einmitt það sem gerir þetta svo einstakt. Íbúar þorpsins höfðu búið þarna alveg afskekkt í margar aldir og ekki þorað út fyrir landsteina sinna, sem varð þess valdandi að þau þróuðust ekki einsog hin ríkin. Vegna hræðslu fólksins við það sem var fyrir utan bjuggu þau til þessar verur, þetta voru þau bara í búningum.
Þarna kemur ósætti margra, ef þetta voru bara venjulegt fólk, hvernig gat jörðin þá hrists. Ég hef sjálfur ekki góða skýringu á þessu en kannski var ekki jörðin sjálf sem átti að hristast, kannski átti þetta bara að vera táknrænt fyrir skelfingu og ótta.
Allavena, aftur að söguþræðinum, stúlkan fær lyf hjá gæslumanni við vegartálma(ef þetta heitir það) og fer sína leið til elskunnar sinnar. Biðst afsökunar aftur, svo langt síðan ég sá myndina að ég mann ekki endirinn, enda komið nóg af spoiler.


Mest heillandi við myndi hlyti að vera sú hugsun að ekki nokkurn tímann í myndinni hefði manni dottið þetta í hug, lítið þorp í nútímanum sem er svo afskekkt að það hafði ekki breyst í aldaraðir.
Einmitt það gerir myndina svo einstaka.

Einkunn: ****/*****
————–