Alls voru fjórar FoD myndir gerðar plús eitthvað efni sem kallast Worst of Faces of Death.
Ég hef séð nr. 1 og sú spóla skildi mig eftir með hroll á sálinni..
Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta er þá er Faces of Death samantekt á flestum hliðum dauðans og allskyns hörmunga sem fólk fær aldrei að sjá í sjónvarpinu.
Sem dæmi, flugslys þar sem farþegavél lenti í íbúðarhverfi, cameran sýnir tætta líkamshluta á gangstéttinni, sundurbútaða skrokka sem eru án efa leyfar farþega eða íbúa hverfisins,,
Í Faces of Death 1 eru amk þrjár aftökur sýndar, allar leyfðar af þeim sem er teknir voru af lífi.
Ég gleymi ekki því hvað það nísti mig í gegnum merg og bein þegar einn fangi, ungur svartur maður var tekinn af lífi með blásýrugasi.
Hann var ólaður niður, beið eftir gasinu, sem kom. Þá hélt hann í sér andanum og braust um, leit skelfdur í kringum sig og leitaði árangurslaust að leið út. Á endanum varð hann að draga andann og lést þá fljótlega af gasinu.
Einnig eru sýndar myndir af mjög svo blóðugum dauðdaga ýmissa húsdýra sem við mannfólkið leggjum okkur til matar s.s. Nautgripir, kindur, hænsn (þar sem hænan var hálshöggvin en búkurinn stökk um og hljóp í nokkrar sekúndur eftir höggið). Ég gerðist ekki grænmetisæta eftir þessa sýn en fylltist viðbjóði engu að síður.
Margar fréttamyndir eru í þessu samansafni, fólk fremur sjálfsmorð og stekkur fram af byggingum með virkilega grafískum hætti, sérstaklega þegar það lendir (ouch), fólk sem er skotið, keyrt á, skorið, dettur í fjallgöngu ofl ofl.
Einnig fer maður í smá heimsókn í líkhús og fær að sjá misvel farin lík.
Heimsókn á furðulegt veitingahús í Tyrklandi skilur mann eftir með spurningar en þar eru hringlaga borð með holu og loki yfir með gati. Lítill api er settur ofan í með höfuðið skorðar upp úr gatinu. Hann brýst um og skrækir á meðan matargestum eru réttir tréhamrar og þeim sagt að berja höfuðið á apanum, sem þeir og gera, sumir mjög hikandi. Þjónn opnar þá höfuð apans og gestir fá að smakka ferskan heila dýrsins. Hvort þetta er ekta veit maður ekki en það er þá helvíti vel gert fake eða sviðssetning.
Smávegis af efninnu í myndinni er sviðsett en flest myndskeiðin eru alvöru stöff og ekki fyrir viðkvæma, ekki einu sinni fyrir fólk sem þykist hafa sterkan maga. Bróðir minn á allar myndirnar en ég hef ekki haft geð í mér til að horfa á þær allar enda ekki skrítið kannski miðað við lýsingarnar hér að ofan.
-Glúbbi
—–