Ég var að lesa um mynd sem Andrew Niccol( Gattaca) er að gera með Al Pacino. Þessi mynd heitir Simone og fjallar um kvikmyndaframleiðanda sem ákveður að nota tölvugerða leikkonu í mynd eftir að aðalleikkonan hættir við. Honum til mikillar mæðu verður tölvuleikkonan mjög fræg á stuttum tíma en enginn veit að hún er ekki raunveruleg. Ég ætla samt ekki fjalla um þessa mynd heldur möguleikann á því að gera tölvuteiknaðan leikara. Nú eru laun leikara að hækka upp úr öllu valdi og framleiðendur eiga í vandræðum með að halda fjárhagsáætlun. Í kjölfarið taka þeir voða litla áhættu og koma því nánast einungis með færibandamyndir sem ekkert vit er í en fá samt mikla aðsókn.
Nú var það frægt þegar Brandon Lee dó við tökur á The Crow af voðaskoti og þeir tölvuteiknuðu hann til að klára myndina. Það sama var gert þegar Oliver Reed dó við tökur á Gladiator. Tæknin er greinilega til staðar og er að verða betri með hverjum degi. Spurningin er bara hvort þetta gæti gengið upp, vill maður sjá einhverja tölvugerða leikara í mynd. Gæti verið hægt að gera kvikmyndastjörnu úr tölvuteiknuðum leikara? Þessir tölvukallar gætu örugglega ekki leikið eins vel og menn en hefur það eitthvað stoppað leikara sem kunna ekki rass að leika en verða samt frægir.
Hvað finnst ykkur?
-cactuz
100% human