Óvæntur endir “Ég hélt að það væri hin gaurinn”. “Ég vissi að það var hann allan tímann”. Þetta eru setningar sem hljóma á vörum okkar þegar við sjáum þessar myndir. Þessar myndir fá mann til að pæla þegar maður kemur heim frá bíóinu og jafnvel í nokkra daga. Þessar myndir geta gert mann brjálaðan eða gífurlega hamingjusaman. Hvaða myndir eru þetta?
Jú þetta er “plottmyndirnar” með óvænta endanum sem enginn sá fyrir. Í þessum flokk eru myndir eins og The Usual Suspects, Shawshank Redemption, Se7en,The Game, The Sixth Sense, Fight Club og ein nýleg mynd sem var kveikjan að þessari grein, Memento. Hvaðan kemur þessi árátta að koma með svona endi sem breytir allri myndinn. Þetta er svosem ekkert nýtt, hver man ekki eftir frábærlega óvæntum endi á Apaplánetunni. Ég vil meina að þetta kom með gömlu sakamálamyndunum þar sem einkaspæjari rannsakaði morðmál og hann var með marga grunaða í kringum sig og svo var alltaf spurningin hver framdi morðið. Þessi vitneskja kom alltaf fram í lok myndanna. Margar sjónvarpsmyndir eru til með Hercule Poirot og Columbo sem fara eftir þessari formúlu. Gallinn á þessum myndum er hinsvegar sá að ef þú veist þetta lykilatriði fyrirfram þá er búið að eyðileggja alla myndina fyrir þér. Ég man eftir því þegar ég fór á Sixth Sense í annað skiptið að það kom einhver djöfull upp í mér og ég íhugaði að eyðileggja myndina fyrir öllum( þeir sem hafa séð hana vita hvernig það er hægt). Ég gat það samt ekki mér fannst það of grimmt.
Hvað finnst ykkur um þessar plottmyndir og hver er ykkar uppáhalds?
Vitið þið um fleiri svona óvænta enda? Mitt uppáhald er Se7en ennþá, mér datt bara ekki í hug að hún myndi enda svona og pældi heillengi í henni. Memento er líka með skemmtilegan endi sem er svoldið öðruvísi.

-cactuz
The End is the Beginning is the End