Til notenda kvikmyndaáhugamálsins.
Síðan adminumsóknin mín var samþykkt í síðustu viku hef ég svolítið verið að stokka upp í áhugamálinu, vonandi ekki þvert á óskir bobobjorn. Mig langar aðeins að ræða breytingarnar, það sem koma skal og heyra viðbrögð ykkar.
1) Það sem var fjarlægt:
i) Atburðir
Ég veit ekki, ég sá ekki alveg tilganginn með því að hafa þennan kubb samhliða því að hafa “Hverjir ætla” kubbinn, sérstaklega þar sem nánast engir atburðir höfðu verið sendir inn um langt skeið.
ii) Tilkynningar
Í fyrsta lagi hafði ekki komið tilkynning mjög lengi, síðan þegar ég reyndi að byrja að nota þetta tók ég eftir að ég var sá eini sem las þetta! Sé ekki mikinn tilgang í að hafa kubbinn uppi þegar svo stendur.
iii) Kvikmyndafréttir
Einföld ástæða fyrir að þessi kubbur var tekinn, einfaldlega út af því að hann hafði verið óvirkur um langt skeið. Hins vegar er ekkert mál að byrja að senda inn fréttir aftur. Hvað finnst ykkur?
iv) Trivia
Ég reyndi að endurvekja þennan kubb en án árangurs, eftir að hafa látið nýtt trivia standa í nokkra daga án þess að fá nokkurt svar ákvað ég að taka kubbinn í burtu. Kannski er þetta þó eitthvað sem má vekja aftur í vetur þegar umferðin verður meiri.
2) Því sem var bætt við eða endurvakið:
i) Mynd
Mér finnst nauðsynlegur hluti af áhugamálinu að allir sendi sinn uppáhaldsramma úr sinni uppáhaldskvikmynd og láti standa í nokkra daga, þeim sjálfum til gamans sem og öðrum. Þó hafa ekki margar myndir verið sendar inn, ég óska hér með eftir fleirum!
ii) Kvikmyndagagnrýni
Ég held að það sé skemmtilegt að hafa kubb fyrir gangrýnir þar sem fólk getur rætt um myndir. Ég hugsa að ég skrifi alltaf gagnrýnir um nýjustu myndirnar og bæti kannski við gagnrýnum um einhverja gamlar stórmyndir, því ekki má gleyma þeim.
Það sem koma skal:
Hugarinn stakk upp á því að setja upp tilvitnanakubb og ég er stórhrifinn af þeirri hugmynd en ég er smáhræddur um að sama færi með það eins og greinar, myndir og kannanir í augnablikinu; það yrði ekkert innstreymi af efni. Ef við hins vegar tökum okkur saman um að gera áhugamálið virkara, hver skrifi kannski eina grein um nýja mynd eða sína uppáhaldsmynd, sendi uppáhaldsrammann sinn úr mynd og uppáhaldssetninguna sína úr mynd, gæti áhugamálið orðið glæsilegra en nokkrum sinnum. Þetta er hins vegar allt í ykkar höndum.
Nú vil ég heyra ykkar álit:
i) Eruð þið sátt/ir við breytingarnar?
ii) Finnst ykkur áhugamálið standa undir tilvitnanakubb?
iii) Haldiði að við getum lagst á eitt við að auka umferðina á áhugamálinu?
Kv. Spalinn