Handritshöfundur: Charlie Kaufman
Ég sá þessa fyrst í bíósal í fyrra og þótti hún ekki eiga skilið allt “hæpið” í kringum hana, enda skildi ég hana ekki fullkomnlega og mér finnst erfitt að fýla myndir sem ég skil ekki. Seinna leigði ég hana og ætlaði svo aldeilis að komast að því “what the fuss was all about” og í það skiptið skildi ég hana mikið betur og fannst hún mikið betri, en núna var ég að horfa á hana í 3. sinn og ég gerði mér grein fyrir því hversu yndislega yndisleg þessi mynd er.
Minniháttar SPOILERAR framundan
Myndin fjallar um Joel Barish (Jim Carrey) sem kynnist Clementine (Kate Winslet), þau byrja saman en eftir sirka 2 ár eru þau búin að fá leið á hvor öðru og Clementine leitar til fyrirtækisins “Lacuna” sem sérhæfir sig í að eyða leiðilegum minningum, Clementine eyðir öllum minningum um Joel. Joel ákveður að gera það sama. Myndin sýnir aðgerðina á honum sem felst í því að hann liggur í rúmi heima hjá sér og tveir starfsmenn Lacuna, Stan (Mark Ruffalo) og Patrick (Elijah Wood) vinna við eyðinguna með tölvu sem er tengd við hausinn á Joel. Við sjáum hann upplifa minningarnar og þær síðan hverfa á afar skrautlegan hátt, minningarnar gerast í öfugri röð, semsagt þær nýjustu fyrst. Fyrstu minningarnar eru ekki sælar því þar er sambandið að hnigna, seinna koma svo góðu minningarnar þegar sambandið var ferskt, þá áttar hann sig á því að hann vill hætta við aðgerðina, en það er svolítið vandamál því kærastan hans Stan's er mætt (Kirsten Dunst) í íbúðina og eru þau byrjuð bara að djamma inní húsinu hans (sem þau eiga alls ekki að vera gera :P).
Jim Carrey og Kate Winslet standa sig einstaklega vel og allir aðrir leikarar eru líka góðir, Jon Brion (Magnolia, Punch-Drunk Love, I Heart Huckabees) semur músíkina sem er til og frá, stundum rosalega góð en stundum líka svolítið léleg en maðurinn er samt mjög hæfur enda gerði scorið í Magnolia. Charlie Kaufman (Being John Malkovich, Adaptation) átti sannarlega skilið óskarinn fyrir handritið, rosalega gott handrit eins og öll hans fyrri, þetta er samt hans besta hingað til finnst mér. Michel Gondry leikstýrði ágætlega þrátt fyrir að vera nokkuð óreyndur (leikstýrði Human Nature og einhverjum Björk myndböndum).
Ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá ættuð þið að drífa ykkur út á leigu.
9/10
Næstbesta mynd 2004 á eftir Kill Bill Vol. 2, að mínu mati.
No time for the old in-out, love, I've just come to read the meter!