Maður er nú orðinn nokkuð vanur tölvuteiknuðum myndum, þannig að það verður alltaf erfiðara og erfiðara að koma manni á óvart. Samt svona útlitslega séð þá held ég að það sé erfitt að slá þessari mynd við. Það er reyndar erfitt að dæma í svona takmarkaðri stærð og upplausn, en þetta lítur alveg óendanlega vel út. Uppáhaldið mitt er loðna kvikindið sem er á myndinni, sem ég er alveg viss um að verður jólagjöfin í ár (flöffí as hell). Hann er nú yfirleitt frekar góðlegur í treilernum þannig að myndin er ekki alveg dæmigerð fyrir hann. Áferðin á feldinum er óendanlega flott.
En það er ekki nóg að vera með útlitið í lagi, það sem gerði Toy Story myndirnar skemmtilegar voru náttúrulega áhugaverður söguþráður og fyndnar persónur. Mér sýnist þeir ekki ætla að klikka á því hérna frekar en fyrri daginn, hugmyndin er allavega mjög góð.
Þið getið náð í treilerinn á Quicktime formi <a href="http://www.apple.com/trailers/disney/monsters_inc/“ target=”nyrrrr">hérna</a>.
——————————