Edward James Norton Jr., 18. ágúst, 1969
Allt í einu þegar ég sá að Stöð 2 væri að sýna American History X, þá bara datt mér í hug að skrifa grein um aðalleikara myndarinnar, Edward Norton, frábæran leikara sem sannarlega hefur slegið í gegnum allann heim !
Edward James Norton Jr, fæddur og uppalinn í Kólumbíu, Maryland. Elstur af þremur systkinum sínum. Norton hefur alltaf fundist hann verða að leika, reyndar til að leggja meiri áherslu á það, þá byrjaði Norton að leika í leikritum 5 ára. Hann sótti leiklistarskóla í Baltimore, og þegar hann var orðinn átta ára þá var hann farinn að spyrja mikilvægra spurninga eins og “Hvert er mitt markmið í þessari atriði?” Hann birtist í ótal leikritum meðan hann var í Yale, útskrifaður þar í sögu. ‘94 birtist hann í leikriti Edward Albee, sem varð eitthvað vinsælla heldur en fyrri leikritin hans.
Það sem mér fannst skrýtið, var það að miðað við svona rosalega vinsælan leikara, þá er “filmography” listinn hans mjög stuttur, 13 heilar kvikmyndir, og kom sú fyrsta fram árið 1996! En þó að hann sé stuttur þá er hann góður, myndir á borð við Fight Club, American History X og People vs. Larry Flynt. Persónulega fannst mér American History X hans langbesta mynd, og meira að segja er sú mynd meðal þeirra 10 bestu sem ég hef séð! Enda var hann þar tilnefndur til óskarsverðlauna sem aðalleikari, en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hlaut viðurkenningu, nei.. hann fékk óskartilnefningu í sinni FYRSTU mynd! Já, í Primal Fear, ég verð að segja að ég hef ekki séð hana, en hef alltaf séð eftir því þegar ég missti af henni einu sinni á Stöð 2.
En já, aftur að American History X, þar leikur hann nýnasistann Derek Vinyard, mann sem fer í fangelsi eftir að hafa drepið svertingja fyrir að reyna að stela bílnum sínum. Í fangelsu fær hann mikinn tíma til að hugsa og kemur gjörsamalega útsem nýr maður, gjörbrettur, alveg laus við alla reiði og heift (ef það er ekki það sama ;) En á meðan hefur yngri bróðir Dereks (leikinn af Edward Furlong), hann hefur nefnilega gengið í fótspor Dereks áður en hann fór í fangelsi, en það verður alls ekki auðvelt, því bróðir hans er nefnilega orðinn eins og Derek var..
Hlutverk hans í Fight Club var skrýtið, þess vegna get ég ekki lýst henni nákvæmlega, vegna ótta þeirra sem hafa ekki séð Fight Club, ef ég segi frá honum, þá er ég að spilla allri myndinni, held ég allavega ;)
Núna er hann að vinna í mynd sem heitir The Score, með stórstirnunum Robert De Niro og Marlon Brando. Þar kemur einhver fjárkúgun við sögu og svona dót….
“I can’t see myself, frankly, being a fifteen-million-dollar actor who, through his charisma or whatever, puts asses in seats. I don't think my face is ever going to open a movie.”
- Edward Norton
Death to Smoochy (2001) ….. Smoochy/Sheldon Mopes
Frida Kahlo (2001) ….. Nelson Rockefeller
The Score (2001) ….. Jackie Teller/Brian
Keeping the Faith (2000) ….. Faðir Brian Kilkennery Finn
AFT's 100 Years… 100 stars (1999) ….. Hann sjálfur
Forever Hollywood (1999) ….. Hann sjálfur
Fight Club (1999) ….. Jack
A Salue to Dustin Hoffman (1999) ….. Hann sjálfur
American History X (1998) ….. Derek Vinyard
Rounders (1998) ….. Henry Gerber
The People vs. Larry Flynt (1996) ….. Isaacman
Everyone Says I Love You (1996) ….. Holden
Primal Fear (1996) ….. Aaron Stampler/Roy