Nú er ég alveg að gefast upp. Fyrir stuttu skrifaði ég gerin um A Knights Tale en þegar greinin birtist þá skartar hún umfjöllun um Shrek sem ég hafði skrifað stuttu áður (ekki mín mistök) ok ég sætti mig við það þetta gæti hafa verið eitthvað sem ég gerði eða hugi en alla vega ég gerði aðra grein og hún kom vel út. Ég geri stuttu seinna grein um Driven, sendi inn en eitthvað fer úrskeiðis og það byrtist bara aftur “Efnis” glugginn (þar sem ég skrifa greinar) tómur. Ég verð nú ekkert par hrifinn en ég geri aðra grein og sendi hana inn. Nú kemur að því að ég geri stóra grein um Das Boot ég er að skrifa stuttu seinna þannig að ég veit ekki hvort hún hafi komist til skila það á eftir að koma í ljós, sami hlutur nema ég valdi senda inn grein með mynd en í stað þess birtist Hugi.is/Kvikmyndir síðan fyrir framan mig. Ok ég verð mjög fúll og skrifa ritstjóra huga um að þetta sé ískyggilega grunsamlegt. Eftir að hafa róast niður ákveð ég að gera grein um Cult ok ég afla mér heimilda og geri greinina, þegar ég fer á imdb.com að ná í mynd af Evil dead coverinu til þess að láta fylgja með þá er greinin bara horfin án þess að ég hreyfði við glugganum. Ég veit ekki hvort IE minn sé alveg að gefa sig eða PhP'ið á huga sé eitthvað gallað í gegnum mína tölvu því ég býst við að þetta virki allt vel hjá ykkur?. En alla vega ég er ekki sáttur og ég er á barmi þess að gefast upp að skrifa greinar. Eitt enn ég veit að ég ætti að gera þetta fyrst í tölvunni en þetta er bara ávani og ég gleymi mér vanalega.
Ég ætlast ekkert beint til að þið séuð að replya þessu ég er bara að láta vita að þetta er virkilega svekkjandi en ég ætla að reyna örlítið lengur, ef ritsjórinn gefur mér engin svör um hvað gæti verið að og þetta gerist aftur þá er ég endanlega búinn að gefast upp. Ekki eins og ég hafi verið fasta gestur í að skrifa greinar en ég mun þó halda áfram að fylgjast með að sjálfsögðu.