Jæja ég ætla nú að skrifa grein um The real thing: A Knight's Tale og vonandi klúðrast þetta ekki núna. —A Knight's Tale fjallar um ungann mann að nafni William Thatcher (Heath Ledger) sem hefur ávallt dreymt um að gerast riddari og keppa í riddara íþróttum svo sem skilmingum og hestati (ef ég man rétt hvað það er kallað) en það er ekki mögulegt því hann er ekki af göfugri ætt. Því ákveður hann með vinum sínum Wat (Alan Tudyk) og Roland (Mark Addy) að svindla svolitið á (konungs)ríkinu með hjálp Geoffrey Chaucer (Paul Bettany) að falsa ættarskjal hans svo það lýti út fyrir að hann sé göfugur riddari. Thatcher vinnur hvert mót á fætur öðru og verður víða frægur. En eins og flestir vita þá er varla neitt fullkomið og þeir vinirnir komast fljótt að því. A Knight's Tale er frábær (fjölskyldu/gaman/ævintýra) mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Tekið er allt á léttu nótunum og nútíma húmor ívafinn ævintýra andrúmslofti. Mynd sem allir verða sjá í bíó eða á video.
Heath Ledger …. William Thatcher
Mark Addy …. Roland
Rufus Sewell …. Count Adhemar
Shannyn Sossamon …. Lady Jocelyn
Paul Bettany …. Geoffrey Chaucer
Alan Tudyk …. Wat
Laura Fraser (II) …. Kate
Christopher Cazenove …. Thomas Thatche