Það langt síðan ég hef skemmt mér jafn mikið og í Smárabíói í gær. Sin City er hreint út sagt frábær mynd og ein sú skemmtilegasta sem ég hef séð. Samtölin eru skemmtilega hrottaleg en í senn hrottalega skemmtileg. Sérhver rammi er útpældur og jafnvel þó að myndin sé öll gerð á blue-screen þá er hún ekkert gervileg, að minnsta kosti finnst mér það ekki. Að sögn Arnórs og Skúla sem báðir hafa ólíkt mér lesið myndasögurnar er ekki mikið sem Robert Rodriguez kemur með aukalega inn í myndina, því þetta sé nánast nákvæmlega tekið úr bókunum. Ég er bara ánægður með það, enda heppnaðist myndin frábærlega.
Leikaravalið í þessa mynd er frábært. Ég get ekki nefnt neinn sem mér fannst ekki standa sig nógu vel. Mickey Rourke stendur þó uppúr með frábærri frammistöðu, hann er hreinlega fullkominn í hlutverkið og nær því ofurkúli sem ég get ímyndað mér að Marv hafi í bókunum. Bruce Willis stendur honum þó ekki langt að baki því hann er frábær í hlutverki öldnu löggunar Hartigan. Fleiri leikarar sem vert er að nefna eru Clive Owen, Elijah Wood, Nick Stahl, Jessica Alba, Benicio Del Toro og svo mætti lengi telja.
Myndin er sett saman úr þremur sögum, þremur af Sin City bókunum. Fyrsta sagan sem heitir að ég held einfaldlega “Sin City” fjallar um svala ofurtöffarann Marv sem svífst einskis í leit sinni að svörum. Hann leitar að morðingja konunnar sem hann taldi sig elska, Goldie. Hann sór þess eið að drepa morðingja hennar og hann er ekki án þeim buxunum að gefast upp, sama hver verður á hans leið.
Önnur sagan sem nefnist “That Yellow Bastard” fjallar aldraðan lögreglumann með hjartaveilu að nafni Hartigan. Hann er einn þeim fáu lögreglumönnum í bænum sem eru óspilltir og þyggja ekki mútur, eða láta stjórnast af glæpalýð. Hartigan er á eftir vægðarlausum barnanauðgara og morðingja að nafni Roark. Roark er sonur valdamikis þingmanns og þess vegna þorir enginn að gera neitt í málinu, enginn nema Hartigan. Ég vil ekki segja mikið meira um þessa sögu en Jessica Alba er mikið í þessari sögu. Þetta er mín uppáhalds saga af þeim þremur sem eru í myndinni. Það er eitthvað sérstakt við samband Hartigan og Nancy sem heillar mig.
Þriðja sagan og sú sísta að mínu mati heitir samkvæmt óáreiðanlegum heimildum “The Big Fat Kill” fjallar um mann að nafni Dwight. Eftir að hópur af vændiskonum (sem mætti einnig kalla bara glæpamenn, eins og reyndar flesta þarna) drepur virtan lögreglumann virðist allt stefna í stríð á milli mafíunnar, lögreglunnar og vændiskvennanna. Þá leggur Dwight upp í för til að reyna að forða því.
Mér finnst myndin alveg hreint frábær og ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, en ég mæli þó ekki með henni fyrir hvern sem er. Það eru eflaust margir sem mundu ekki fíla þessa mynd þar sem hún er mjög blóðug og á köflum frekar ógeðsleg. Myndin verður að teljast til þeirra svölustu enda með eindæmum flott. Persónurnar eru þvílíkir töffarar að 1/10 væri meira en nóg. Ég ætla að enda þetta með nokkrum vel völdum línum úr myndinni, ein úr hverjum parti.
Marv: It's going to be blood for blood and by the gallon. These are the old days, the bad days, the all-or-nothing days. They're back!
Hartigan: An old man dies. A young girl lives. A fair trade. I love you, Nancy.
Dwight: It's time to prove to your friends that you're worth a damn. Sometimes that means dying, sometimes it means killing a whole lot of people.