ONE HOUR PHOTO
Er næsta mynd Robin Williams en hann leikur í henni “Sy” sem er mjög einmana afgreiðslumaður í framköllunar þjónustu að nafni SavMart sem býður uppá klukkutíma framköllunarþjónustu en “Sy” byrjar með tímanum að fylgjast vel með viðskiptavinum SavMart en ekki eins og venjulegur starfsmaður heldur en sem fjölskyldumeðlimur hjá einni fjölskyldunni.
Það sem ég er búinn að lesa um myndina tel ég mjög gott og sniðugur söguþráður og held að myndin gæti orðið helvíti góð, svo lýst mér ágætlega á hvernig hann Robin Williams er farinn að velja sér hlutverk; fyrst þessi svo önnur mynd að nafni Insomnia þar sem hann leikur geðveikan morðingja en svo er honum áhætt að byrja að leika aftur í fjölskyldugrín myndum eins og Mrs. Doubtfire og Hook!
Leikstjórinn að myndinni heitir Mark Romanek en hann skrifaði hana einnig en ég þekki ekki vel til hans en það sem ég hef lesið á AintItCoolNews.com lýst mér vel á, en hann á að hafa leikstýrt tónlistamyndböndum þar á meðal myndböndum Madonnu.
Aðrir leikarar í myndinni eru: Connie Nielsen(Gladiator), Michael Vartan(Never Been Kissed), Gary Cole og Eriq La Salle(ER).
Með kveðju,
IndyJones
Svo finnst mér einnig mjög flott útlitið á Robin Williams í myndinni! (Já, þetta er hann)