8MM Nicolas Cage, Joaquin Phoenix, James Gandolfini..
- Joel Schumacher

Í rauninni þá finnst mér þessi mynd vera nokkuð vanmetin af mörgu fólki, en mér finnst hún bara nokkuð góð.

Tom Welles (Cage) er leynilögreglumaður sem fer nokkuð gott orð af, hann er giftur góðri konu (sem fær ekki að vita neitt af störfum hans) og á litla dóttur, semsagt maður sem er hamingjusamlega giftur og á barn, indælt ekki satt? En dag einn þegar hann fær verkefni þá á það eftir að draga þónokkra orku úr honum. Hann er beðinn að koma heim til gamallar konu, Ms. Longdale. Maður hennar hafði dáið fyrir nokkru síðan og þegar hún fer að gramsa í peningageymi hans, þá finnur hún svona venjulegt dót.. peninga, reikninga og svona.. en það er einn hlutur sem mætti ekki flokkast undir eðlilega hluti, 8 millimetra filmu sem inniheldur svokallaða “snuff” myndir, stuttmynd.. þar sem ung stúlka eru myrt. Flestar löggur halda nú samt að þetta sé bara gabb, tæknibrellur, gerviblóð og svona. En í þessari ferð þá verður hann að ferðast um undirheim klámsins og það verður ekki auðvelt. Hann hittir ungan strák að nafni Max (Phoenix), hann vinnur í klámbókabúð (hefur reyndar engann áhuga á þessu) og þeir tveir rannsaka málið, eða reyndar bara Welles, Max heldur bara að hann sé einhvers konar súper-perri… en þetta verður töluvert erfiðara fyrir Welles að finna þá sem gerðu myndina heldur en hann hélt.

* HÉRNA GÆTI LEYNT EINHVER SPOLIER *

Það flottasta við myndina finnst mér vera (ekki klámið) að sjá Welles (Cage) breytast í ofbeldisfullan mann þegar lengra er komið, og líka hvernig hann einangrast frá fjölskyldunni og konan hans er byrjuð að hætta við hann. Og þegar líður á myndina þá eigið þið (sem ekki eruð búin að sjá myndina) eftir að sjá af hverju hann var svona ofbeldisfullur…. æi veit ekki akkuru ég sagði þetta eiginlega :)

Einkun: *** 1/2 af *****


sigzi