Hugrenningar um ,,Der Untergang Á IIFF voru víst að því mér skilst ógrynni af vel gerðum kvikmyndum. Var það mál manna að vel hafi tekist til.
Kann ég þeim er að hátíðinni stóðu, góðar þakkir.
Þó sá ég aðeins tvær myndir á hátíðinni. Hotel Rwanda og Der Untergang (ógurlega hvað það fer í taugarnar á mér að fólk brúkar engilsaxneska nafnið, þá væri skárra að nota íslenskuna).

Líkt og titillinn gefur til kynna og auglýsingar um myndina að þá er hún um hrun þriðja ríkisins og sjálfs Foringjans.

Myndin er að stórum hluta byggð á frásögn Traudl Junge, einkaritara Foringjans auk bóka er hafa verið ritaðar um Hitler.

Kvikmyndin sýnir nokkuð sem kemur ekki fram í svo mörgum kvikmyndum (og þá á ég aðallega við Hollywood-myndir) að Berlínar-búar þjáðust heil lifandis ósköp! Þá á ég við konur, börn og gamalmenni. Þjáningar sem koma sjaldnast fram. Sýndar eru ýmsar oru

Hitler er sýndur, réttilega, sem kolbrjálaður einræðisherra sem sakar alla herforingjana sína um landráð og tekur engum sönsum. Hann gefur fyrirmæli að þessi og hin herdeild skuli gera þetta og hitt, þó svo að þær væru annað hvort óstarfhæfar eða hafi þegar verið tortímt.
Það er nokkuð sem hefur komið fram í mörgum heimildarmyndum og er í sjálfu sér ekkert leyndarmál.
Það sem við höfum aldrei séð en fáum nú að sjá fyrir tilstilli og snilldar leik Bruno Ganz, er sú ógurlega heift og harka sem bjó í Hitler, allt auðvitað haft eftir fólki sem vann náið með honum.

Í fyrsta sinn fáum við að kynnast því fólki sem var í kringum Hitler á loka dögunum og þótti mér mikið til leikaranna koma.

Ég veit eiginlega ekki hvert ég á að fara með þetta blaður mitt.
Við skulum segja að þessi mynd upplýst mig enn frekar um þjáningar fólks í stríðinu og þá þjáningar Þjóðverja er máttu bæði þjást undan árásum Bandamanna og trylltum ákvörðunum Foringjans.

Er því alveg ósammála að þeir sem stóðu að myndinni hafi verið á nokkurn máta að fegra gjörðir feðra sinna.

Að fá að sjá þessar persónur úr sögunni, fólk sem maður hefur lesið um heyrt talað um í heimildarmyndum. Þó svo að þetta séu bara leikarar að þá fannst mér þessi mynd bæta ofan á þennan myrka kafla mannkynssögunar.
Fyrir þá er eru víðlesnir um heimsstyrjöldina síðari hlítur þessi mynd að vera algert konfekt!
Til dæmis hafði yngri bróðir minn nýverið lesið sig til um heilsufar Hitlers og naut hann myndarinnar enn betur að hann taldi heldur ef hann hefði ekki vitað þessa ákveðnu hluti.
Nefni sem dæmi skýr einkenni parkinson sem hrjáði Hitler. Takið eftir því á ljósmyndum á síðari stigum stríðsins að hann heldur vinstri hendinni þétt að sér t.d. þegar hann flytur ræður. Áður sveiflaði hann jafnan báðum höndum.

Læt þessu lokið.
Þetta er búið að vera óttarlegt þvaður.
Kannski ég komist betur að kjarnanum og mínum eiginlegu hugsunum þegar fólk spyr mig nánar út í myndina eða hvaða tilfinningar hræðust um í mér á meðan ég horfði á hana og eftir hana.
Sama vil ég fá að vita um ykkur hin.

Þessi mynd fær 10/10.