Ég nennti því miður ekki að lesa þess 11 síðna grein, enda hefði það líklega tekið tímana tvenna. Miðað við það sem ég veit um þessa árás finnst mér þetta hinsvegar eitthvert heimskulegasta move hjá þjóð á þessari öld. Þetta varð til þess að stórveldið Bandaríkin drógst inn í stríðið (og það var sko velmegun í BNA, eitthvað annað en í Evrópu og Asíu). Eftir það varð ekki aftur snúið að smátt og smátt voru Þjóðverjar og bandaþjóðir þeirra sigraðar. Mér finnst þó mjög líklegt að BNA hefðu fyrr en síðar dregist inn í stríðið, en ef Þjóðverjar&Co hefðu náð að vinna alla Evrópu áður en afskipti BNA hófust þá hefðu þeir staðið mun betur að vígi.
ps. Hef ekki séð myndina en heyrt misjafnar sögur af henni, þ.á.m. að þetta sé ástarcrap. Er þetta samt ekki Óskarsverðlaunamyndin í ár, svona rétt eins og Titanic (sem var nú BARA ástarvella - og Leonardo DiCaprio lék í henni í þokkabót).