Pearl Harbor sló ekki aðsóknarmetið.
Kvikmyndin Pearl Harbor, sem frumsýnd var á föstudag, náði auðveldlega efsta sæti á aðsóknarlista í Norður-Ameríku en var langt í frá að slá aðsóknarmet. Það var einkum lengd myndarinnar sem þessu olli en myndin er þriggja tíma löng eða klukkutíma lengri en árás Japana á Pearl Harbour á sínum tíma. Þess vegna gátu kvikmyndahús aðeins sýnd myndina þrisvar á dag en hægt er að sýna myndir af venjulegri lengd 4-5 sinnum. Þá hafa gagnrýnendur gefið myndinni misjafna dóma.