Hryllingsmynd um varúlfa eftir Wes Craven…af hverju ekki? Ég ákvað að skella mér á þessa mynd í bíó fyrr í kvöld. Ég bjóst svo sem ekki við neitt miklu, enda vissi ég ekkert um myndina annað en að hún væri eftir Wes Craven. Hann er nú ágætur karlinn en hvað um það.
Eins og áður sagði fjallar myndin í fljótu bragði um varúlfa. Tvo systkini eru bitin af varúlfi og verða “cursed”. Strákurinn áttar sig snemma á því að þau séu orðin varúlfar en stelpan fer í auðvitað í gegnum allt neitunarferlið. Það er í rauninni að gerast út mest alla myndina.
Wes Craven kann sitt fag. Hann náði að skapa rétt andrúmsloft og að bregða manni jafnvel þó að maður vissi að hvað væri að fara að gerast. Hann náði ágætri frammistöðu frá flestum leikurunum en enginn þeirra fer þó með neinn leiksigur. Mér fannst myndin ekki mjög vel unnin og fannst eins og ekki hefði verið lögð mikil vinna í hana. Handritið var ekki upp á marga fiska, bæði samtölin og atburðarásin voru að mínu mati mjög slöpp. Mér fannst myndin ekki byggð vel upp og endirinn frekar slappur, líkt og þeir hefðu ekki fattað neinn góðan endi. Plottið kom í sjálfu sér á óvart, en mér fannst það samt heldur slappt. Fyrirsjáanleg var myndin mjög en mér fannst það í sjálfu sér engu breyta.
Það var einn hlutur við myndina sem fór ótrúlega í taugarnar á mér. *!!!Spoiler!!!* Það er hvað mér fannst Joshua Jackson (The Skulls) vera gerður aumur. Þar sem hann sagðist hafa vald á þessu, af hverju breytti hann sér þá ekki bara og drap fólkið? Í stað þess að vera venjulegur, vissulega með krafta en jafn mikla? Mér fannst hann koma of lítið við sögu. Ég hélt með honum í lok myndarinnar sem á auðvitað ekki að vera *!!!Spoiler endar!!!*
Eins og áður sagði fannst mér leikhópurinn standa sem ágætlega en þar fannst mér standa upp úr Joshua Jackson. Tónlistin var ágæt en ekkert meira en það
Cursed er ágætis hryllingmynd sem ég hafði mjög gaman að. Hún er góð afþreying en ekki mikið meira en það. Hefði verið lögð meiri vinna í hana hefði hún hugsanlega komið mun betur út og mér fannst hún eiga mikið inni. Þetta er ágætis mynd en auðgleymanleg.
Myndinni gef ég 2.5 stjörnur af 4 mögulegum.