Ég þoldi ekki Woody Allen. Horfði svo einu sinni á Radio Days, fannst hún mjög góð, en maðurinn sem talaði inn á hana var með rosalega pirrandi rödd. Auðvitað var það Woody. Eftir Radio Days ákvað ég að gefa honum séns og sé svo sannarlega ekki eftir því, allar myndirnar hans eru frábærar. Einn af uppáhaldS karakterunum mínum er gamla leikkonan í Bullets over Broadway sem Diane Wiest leikur, ég hreinlega grenja úr hlátri þegar ég hugsa um hana, “No! Don't speak! Don't speak!” HAHAHAHAHA!
Endilega leigið ræmu með Woody næst þegar þið farið á leiguna!