Sæl kæru félagar,
jæja þá er fjórða bókin um Hannibal ‘The Cannibal’ Lecter að koma út bráðlega. Thomas Harris er að leggja lokahönd á bókina og hefur Ítalinn Dino DeLaurientes keypt kvikmyndaréttinn á henni. Dino er ennþá að naga sig í handarbökin að hafa globrað úr höndunum að gera Silense o.t.l.. Hann framleiddi seinast Red Dragon, endurgerð mynd frá fyrri mynd sem hann framleiddi um 1987 og hét Manhunter. Eins framleiddi hann Hannibal.
Sumum finnst kannski nóg komið af mannætunni góðu en það er fullt af fólki sem þyrstir að vita meira um þennan snilldar sálfræðing og ástæður hans fyrir þeim hrottalegu morðum sem hann gerði. Ég vona að bókin verði um hans matseðil ef ég má orða það svo.
Eins og mörg ykkar vita hér á kvikmyndaheiminum þá er ég einn sá heitasti aðdáandi af þessum bókum. Sum ykkar setja eflaust spurningarmerki við mig og hugsa að ég sé eflaust eitthvað klikkaður, það er eflaust rétt en það er eitthvað við það að rannsaka hið illa eðli mannsins og finna út ástæður þess að sumt fólk gjörsamlega missir allt raunveruleika skin og kallast pshisoepaths, eða siðblendingar og fer að líta á annað fólk sem hluti frekar en mannverur. Frægt er atriðið úr The Silense þegar Buffalo Bill segir, it puts the lotion on it's skin when ever it's told, Thomas Harris er búin að kynna sér öll smáatriði um alla helstu raðmorðingja fyrr og síðar og síður saman sínar sögur eftir þeim.
Criminal psychology eða glæpasálfræði er í raun mjög spennandi viðfangsefni, ég hef lesið tonn af efni um Ted Bundy, Jeffrey Dhamer, David Berkowiz eða Son of Sam, Ed Gien og hin rússneska Lecter ‘Chikatillo’, þetta heitir einnig Abnormal Psychology eða klinísk sálfræði.
En hve djúpt höfundurinn Thomas Harris hefur kafað eftir öllum smáatriðum í bókum sínum um Lecter er í raun ótrúlegt og honum til hrós. hann var enda fréttamaður áður á dagblaði og skrifaði um alla glæpi sem fréttablaðið fjallaði um á sínum tíma. Ég bíð með eftirvæntingu eftir nýju bókinni og ef þið viljið ekki vita neitt meira um Lecter þá hættið þið að lesa hér því ég kem með nokkra spoilera um Lecter hér á eftir…..
Sum ykkar vita að Lecter var fæddur í Lítháen um 1937 og móðir hans er ættuð frá Toscana dal á Ítalíu og af ætt sem var fræg fyrir hrottaskap og ofbeldi. Hann bjó á sveitabæ með foreldrum sínum og yngri systur í Lítháen og þegar Þjóðverjar fóru að hörfa til baka undan Sovétmönnum í seinni heimstyrjöldinni skullu á þvílíkar hörmungar í Lítháen og mikil hungursneið reið yfir. Flækingar og útigangsmenn komu að bóndbæ hans og myrtu fjölskyldu hans fyrir framan hann og þar sem hann var svo horaður ákváðu flækingarnir að frekar að brytja systur hans niður og grilluðu hana fyrir framan Lecter, hann var þá sjö ára gamall. Þetta varð þess valdandi að þessi ungi og mjög svo greindi piltur fór að líta lífið og fólk öðrum augum. Hann fór að hata fólk sem voru dónar og ruddalegt, fólk sem var fégráðugt og hugsaði aðeins um sinn hag og tróð aðra niður í vaðið.
Það er eins og það er rauður þráður í gegnum allr bækurnar að Lecter losaði samfélagið aðeins við fólk sem voru í raun bullur og hrokagikkir. Hann hataði dónalegt fólk og eins og hann sagði, ‘I only eat the freearenge rude’ eða eg snæði aðeins hinu frjálslegu dóna hehe….
Jæja kannski nennir engin að lesa þessa svakalegu rummu hjá mér en so be it, vona bara að þið hafið það gott kæru félagar,
kær kveja,
Dr. Ólafur Kr. Lecter, (mér finns voða gott að chilla með grænum ora baunum og fínni flösku af Chianti) en hverjum íslendingi finnst það nú ekki gott ha? hehe