Í lausu máli fjallar myndin um tvo bræður sem eru kvaddir í S-Kóreska herinn í upphafi Kóreustríðsins og hvernig þetta reynir allt á bræðraböndin og á fjölskylduna og á þjóðina í heild og eru tilfinningarnar í þessari mynd alveg svakalegar
og hef ég aldrei á æfi minni verið svona nálægt því að fara að gráta í lok myndarinnar eins og í þessari og voru tárin komin í augun á mér
En helstu kostir við Tae Guk Gi: The Brotherhood of War eru að það er ekki reynt að fegra stríðið á ein eða annan hátt og er með eindæmum vel sýnt hvað þetta er allt saman mikið rugl og hvorug hliðin kommúnistarnir eða capitalistarnir (frelsisistarnir)
syndir í neinum dýrðarljóma
Tae Guk Gi: The Brotherhood of War sínir en og aftur hvað S-Kóreubúar eru virkilega góðir kvikmyndagerðarmen miðað við að ég hef séð 3 S-kóreskar myndir og eru þær allar vel yfir meðallagi og sú seinasta sem að ég sá var Oldboy
sem er meistaraverk og einnið sú sem er til umfjöllunar og er hún samt mun betri en Oldboy
Þannig að ef að þú vilt sjá Góða stríðsmynd með geðveikum orrustum og virkilegra góðri sögu mæli ég eindregið með Tae Guk Gi: The Brotherhood of War og gef ég henni 95% í einkunn.
Hvað finnst ykkur um þessa mynd?
Frelsið hugan