Eins og þið munið taka eftir er þetta alls ekki tæmandi saga kvikmyndana, aðeins nokkrir skemmtilegir punktar til að vita
Listsköpun hefur alltaf verið hluti af sögu mannkyns.
Kvikmyndagerð er yngsta listformið, og oft kölluð sjöunda listgreinin
Hinar listgreinarnar eru: Tónlist – Dans – Höggmyndalist – Skáldskapur – Myndlist – Leiklist.
Kvikmyndagerð er saga stöðugrar tækniþróunar
Kvikmyndin fær fyrst almenna viðurkenningu á 3. Áratug 20. Aldar þegar Frakkinn Louis Delluc stofnaði fyrsta kvikmyndaklúbbinn, þá fékk hún heitið ,,Sjöunda Listgreinin”
Saga kvikmyndarinnar er örstutt þegar miðað er við aðrar listgreinar, sem eru mörg þúsund ára gamlar.
Fyrsta kvikmyndasýningin fór fram 28. Desember 1895 í París
Það voru fjórir þættir sem þurftu að vera til staðar til að auðkenna kvikmynd:
1. Fagurfræðilegt sjónarspil
2. Kvikmyndatækni
3. Áhorfendur
4. Aðgangseyrir
Svokallaðar Hreyfimyndir höfðu þó verið til öldum saman
Árið 1823 fann Frakkinn L. Daguerre upp nothæfa ljósmyndatækni, þessi tækni hafði áhrif á þróun kvikmyndanna.
Áhorfendur skoðuðu myndir sem hreyfðust í gegnum gægjugöt
Skuggamyndasýningar voru ennþá vinsælli á þessu tímabili
George Eastman fann upp fyrstu kassamyndavélina (Kodak) 1880. þar var notuð filma eins og við þekkjum í dag.
Uppfinningamaðurinn Thomas Alfa Edison fékk áhuga á þessari tækni, á rannsóknarstofu var tæknin þróuð áfram.
Hann stofnaði svo fyrsta kvikmyndafyrirtæki heims 1894 (The Kinteoscope Company)
Fyrstu fréttamyndirnar voru gerðar 1896 (heimsókn Rússakeisara til Parísar og Flóð í Lyon).
Tilraunir voru gerðar til að handlita þessar filmur en það gafst ekki vel.
1902 – fyrsta kvikmyndin gerð eftir skáldsögu var ferðin til tunglsins eftir Jules Vernes, þessa kvikmynd gerði Frakkinn Georges Mélés.
1903 – Fyrst farið að klippa myndir. Þessi tækni var fundin upp af Bandaríkjamanninum Edwin S. Porter (,,Lestarránið mikla”)
í upphafi voru allar kvikmyndir án hljóðs, ,,Þöglu myndirnar”
Þegar þær voru sýndar var leikin lifandi tónlist undir, oftast á Píanó eða bíóorgel. Í stórum húsum voru oft notaðar heilu sinfóníuhljómsveitirnar.
Mörg samtímatónskáld sömdu tónlist fyrir ákveðnar kvikmyndir
Í kringum 1910 var farið að nota ýmiskonar hljóð-effekta t.d. byssuskot, lestarhljóð, stormgný og dýrahljóð