Million Dollar Baby Leikstjórn: Clint Eastwood

Handrit: Paul Haggis (screenplay)

Saga eftir F.X. Toole.

Myndin er lauslega um gamlan boxþjálfara Frankie Dunn (Clint Eastwood ) sem á lilta æfingarmiðstöð ætluðum boxurum. Þar dúsa allavega fólk, sem eiga þann draum að vera hinir bestu boxarar.

Svo er það vinur hans, Eddie sem er leikin af snillingnum Morgan freeman, sem dúsir þarna með honum. Skúrar gólf, og gefur gáfulegar leiðbeiningar og svör. Svona eins og er oft í bíómyndum, kemur með svona góðan málshátt inn á milli.

Svo einn daginn labbar ung stúlka (Hilary Swank )inn í salin, og vill að Frankie kennir sér box. Og þá byrjar sko myndinn að rúlla.

Vill nú ekki fjalla allt of mikið um myndina, vill alls ekki eiðileggja fyrir neinum.

Myndin fannst mér mjög góð, frábærlega leikin af Hilary Swank og bara öllum.
En ég er bara búinn að sjá það núna að Hilary swank er bara með þeim bestu leikonum í Holliwod í dag. Komin á alveg sama skala og Nicole Kidman og Julia Roberts, þó svo að ég hef alltaf hatað Juliu Roberts, en hún er virt í bransanum og á víst að vera mjög góð.

Og svo að manninum á bak við myndina, sjálfum Clint Eastwood. Hann leikstýrir myndinni snildarlega. Svolítið lík myndataka og á Mystic River. Frekar hæg myndataka, ekki á mikilli hreifingu.

Eina sem fór í mig er hversu gamall Clint Eastwood er orðinn, þó svo að hann er en sprækur sem lækur þá fynnst mér kanski að hann ætti að hætta bara að leika og snúa sér engöngu að því að leikstýra. En það er nú bara mitt álit.

Þessi mynd er á dramantísk, þó anskoti fyndinn svona á köflum. Mjög sterkt samband á milli Frankie og stúlkunar, það sér maður alveg strax.

En allavega, mér fannst myndin helvíti góð og ætla bara að gefa henni 4* af 4* mögulegum. Og það geri ég nú ekki oft. Þessi mynd kom mjög skemmtilega á óvart, ég hélt að hún væri ekki svona góð.

****/****

imdb: 8,4