Söguþráður
Þessi mynd er um hersveit sem verða strandaglópar í miðjum skotbardaga við “pöddurnar” og flýja þeir því í yfirgefna herstöð. Herflokkurinn verður viðskila við yfirmanninn sinn og ásamt nokkru hermönnum á flóttanum. Þegar í herstöðina er komið er byrjað að koma upp vörnum til að verjast “pöddunum”. Hersveitinn finnur fanga á lífi í herstöðinn sem á eftir að hafa mikil áhrif á atburðarásina eftir að honum verður sleppt út.
Á meðan hersveitinn er að tryggja svæðið og koma upp sterkum varnarmúr gegn “pöddunum” rekast þau að yfirmanninn sinn ásamt nokkrum hermönnum á flótta undan “pöddunum”. Þeim tekst að bjarga þeim og koma sér fyrir í herstöðinni. En ekki fer að líða á löngu þangað til herdeildin verður var við eitthvað undarlegt á seiði inní herstöðinni sem endar með því að hermennirnir fara að ráðast á hvorn annan inní herstöðinni.
Skoðun á myndinni
Eins og ég sagði fyrir ofan þá hafði ég ekki hugmynd um hvernig mynd ég var að fara horfa á. Ég vissi að þetta væri sjónvarpsmynd og að hún hefði verið hræódýr í framleiðslu. En það tók 26 daga að taka upp myndina.
Myndin byrjar frekar illa. Okkur er hent inní stóra skotbardaga við “pöddurnar” í byrjun og maður veit ekkert hvað er í gangi. Skotbardaginn er nánast stanslaus fyrstu 30 mín og maður nær ekkert að komast inní myndina. Ég gæti vel trúða því að margir hefðu verið búnir að gefast upp á myndinni þarna. Ég var nú reyndar búinn af því líka. En ég horfði áfram á myndina og reyndi að vera með opinn huga. Eftir þessar 30 mín. fer söguþráðurinn í gang. Við fáum að kynnast nokkrum persónum og myndin fer að taka á sig smá mynd, og smátt og smátt fer maður að ná áttum og komast inní söguþráðinn.
En eitthvað róaðist þessi mynd mikið niður eftir bardagann og blaðrið var kannski full mikið á köflum. Enda engir leikara þarna sem gætu haldið uppi mynd með blaðir einu sama. En þegar hermennirnir fara að snúast gegn hvor öðrum þá lifnar heldur betur yfir manni. Myndin breytis úr lélegri Sci-Fi hasarmynd yfir í alvöru Sci-Fi hryllingsmynd þar sem splatterssenurnar hrúgast upp. Við fáum að sjá menn vera brytjaðir niður með kjötexi og allt það besta sem splatter-myndir bjóða uppá. Á þessum tímapunkt var ég alveg jarðaður niður fyrir framan myndina. Mynd sem ég ætlaði að horfa á með öðru auganu. En það er óhætt að segja að myndin kom mér rosalega á óvart. Ég fílaði þessa mynd gjörsamlega í klessu, ef mætti segja svo.
Reyndar ef menn geta losað sig við þessa tengingu við fyrrimyndina og haft það í huga að um er að ræða sjónvarpsmynd, þá er þetta bara ágætis Sci-Fi hryllingsmynd. Þó maður hefur séð þær betri.
Ég ætla vera djarfur og gefa þessari mynd 3 stjörnur af 4. Fær tvær fyrir myndina sjálfa og eina auka fyrir allan splatterinn. Það er orðið mjög sjalfgæft að sjá amerískar bíómyndir sem eru virkilega subbulega og standa undir nafni sem hryllingsmynd(og þá er ég að gera lítið úr PG-13 hryllingsmyndunum sem eru fjöldaframleiddar í “The US of A”)
Helgi Pálsson