Ég þessari grein ætla að fjalla smávegis um leikstjórann Hayao Miyazaki, en hann á að baki myndir eins og t.d:
Lupin III: Castle of Cagliostro (1979)
Nausicaä of the Valley of the Winds (1984)
Laputa: Castle in the Sky (1986)
My Neighbor Tortoro (1988)
Princess Mononoke (1997)
Spirited Away (2001)
Nýjasta myndin hans Howl's Moving Castle fékk metaðsókn í Japan, og hefur engin kvikmynd þar hallað inn jafn miklu á á eins stuttum tíma. Hvorki teiknuð né leikin.
Miyazaki sem er fæddur í Tokyo árið 1941 hefur verið að fást við teikningar nánast allt sitt líf og hæfileikar hans sem teiknara komu mjög snemma í ljós. Auk þess að vera gríðarlega hæfileikaríkur teiknari, var hann einnig stúttfullur af kvikmynda hugmyndum.
Miyazaki vann við margar af klassískum anime (japanskar teiknimyndir) þáttaröðum, áður en hann leikstýrði sinni fyrstu Conan, The Boy in the Future. Eftir það leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Lupin III, The castle of Cagliostro. Auk þess að vinna við kvikmyndir, vann hann einnig að manga (japanskar myndasögur) myndsögum eins og Nausicaa. Upp frá þeirri sögu, vann hann einmitt handritið að Nausicaä of the Valley of the Winds.
Miyazaki stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Studio Ghibli með vini sínum Isao Takahata eftir að myndin Nausicaä of the Valley of the Winds sló í gegn. Undir nafni fyrirtækisins hafa þeir gert 10 kvikmyndir, auk sjónvarps og stuttmynda. Held ég geti sagt með góðri samvisku að öll þau verk sem Studio Ghibli hafa skilad frá sér, valdi ekki vonbrigðum.
Myndir hans einkennast af mjög litríkum og ævintýralegum sögum. Persónum eða hlutum sem geta flogið. “Hæfileika” mannsins til að skemma eða menga allt sem hann kemur nálægt. Göldrum og oftast tveimur aðalpersónum (strák og stelpu) sem hafa mjög óvenjulega fortíð.
Miyazaki skrifar handritið, leikstýrir, framleiðir og teiknar í öllum af myndunum sínum. Honum er mjög illa við að nota tölvur og oftar en ekki teiknar hann sjálfur meirihlutann af myndum sínum. Í myndunum hans er mjög oft deilt á græðgi og ofbeldi þjóðfélagsins. Náttúran kemur mjög mikið við sögu í myndum hans og gegnir hún oft mikilvægu hlutverki.
Hayao Miyazaki er að mínu mati einn af merkustu og hæfileikaríkustu leikstjórum samtímans og jafnvel sögunar. Út frá myndum hans fékk ég áhuga á anime og á ég honum þess vegna mikið að þakka.